BMW i7 G70 2022 Sedan BMW Individual oxíðgrásanseraður, mynd tekin frá hlið
Drægiallt að 625 km*
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn

BMW i7

BMW i7 G70 2022 Sedan BMW Individual oxíðgrásanseraður, mynd tekin frá hlið

FYRSTI ALRAFKNÚNI BMW i7 SEDAN-BÍLLINN.

Drægiallt að 625 km*
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn
BMW i7FYRSTI ALRAFKNÚNI BMW i7 SEDAN-BÍLLINN.

Í fyrsta BMW i7-rafbílnum koma saman rafmögnuð afköst og fjölþætt afþreyingarkerfi sem skila ánægjulegri akstursupplifun.

 

  • „Great Entrance Moments“ býður ykkur velkomin
  • Aðalljós úr kristalgleri og upplýst tvískipt BMW-grill
  • Íburðarmikið innanrými með einstaklingsbundnum stillingum í „My Modes“
  • 31,3" skjár í farþegarými að aftan býður upp á magnað áhorf
  • 400 kW og meira en 600 km drægi á rafmagni

 

BMW i7 xDrive60:
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 19,6–18,5
Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 589–624
 

*Bráðabirgðagildi

Lesa meira

RÁÐLAGÐAR ÚTFÆRSLUR AF NÝJUM BMW i7.

BMW i7 xDrive60

ESSENCE

BMW i7 xDrive60

BALANCE

BMW i7 xDrive60

SIGNATURE

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW i7.

BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, myndband um aksturseiginleika

HUGMYNDIN UM ALRAFKNÚINN AKSTUR.

BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, stendur fyrir framan byggingu, skásett sjónarhorn á afturhluta

Í BMW i7 kynnist þú akstursánægju á annan hátt:

 

  • Þú ert fær í flest með 400 kW (544 hö.) afköstum
  • Allt að 745 Nm tog er hámarkið í kraftmikilli hröðun
  • Frá 0 upp í 100 km/klst. á aðeins 4,7 sek.
  • Nánast hljóðlaus og án útblásturs þökk sé nýstárlegu eDrive-drifkerfinu

DRÆGI OG HLEÐSLA BMW i7.

MEIRA EN 600 KM DRÆGI.

BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður við hleðslustöð, skásett sjónarhorn á hlið

Kynntu þér sparneytinn akstur BMW i7:
 

  • 624 km drægi á rafmagni dugar fyrir hefðbundinn daglegan akstur
  • Lítil eyðsla, aðeins 19,6–18,4 kWh/100 km með tækni á borð við endurheimt orku við hemlun
  • Aukin sparneytni með léttri yfirbyggingu og straumlínulagaðri hönnun

KYNNTU ÞÉR BMW i7-VÖRULÍNUNA.

Kynntu þér mikið drægi BMW i7. Notaðu stillingavalkostina til að sjá hvað þú kemst merkilega langt ef þú tekur bara tillit til nokkurra þátta.
Select Model
    • Af hverju er drægi mismunandi?
    • Nákvæmar upplýsingar
    • Almennt drægi og drægisgildi á þessum vísi
    • Hvaða forsendur liggja að baki stillingum á aksturslagi?

    HLEÐSLUTÍMI FYRIR 100 KM DRÆGI.

    BMW i7 xDrive60 G70 2022, skásett sjónarhorn á framhluta með myndrænni útfærslu á hleðslutíma

    Hleðsla heima við fyrir 100 km drægi.

    01:38 klst. – heimahleðslustöð (11 kW) 

    01:38 klst. – sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður (11 kW) í þriggja fasa innstungu 

    08:13 klst. – hefðbundin hleðslusnúra eða sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður (2,3 kW) í heimilisinnstungu

    Hafðu samband við söluaðila til að fá upplýsingar um hleðslulausnir
    BMW i7 xDrive60 G70 2022, skásett sjónarhorn á afturhluta með myndrænni útfærslu á hleðslutíma

    Hleðsla á ferðinni upp í 100 km drægi.

    00:06 klst. – háspennuhleðslustöð (hámarkshleðslugeta bíls) 

    00:21 klst. – hraðhleðslustöð (50 kW)

    00:48 klst. – riðstraumshleðslustöð (hámarkshleðslugeta bíls)

    Reikna út drægi

    Hleðslugeta fer eftir hleðslustöðu, umhverfishitastigi, akstursstillingum og notkun á aukabúnaði. Drægið sem er birt byggist á bestu útkomu WLTP-prófunar. Hleðslutími miðast við umhverfishitastigið 23 gráður á Celsíus að akstri loknum og kann að vera mismunandi eftir notkun.

    Lesa meira

    HLEÐSLUTÆKNI Í BMW i7.

    BMW i7 Sedan G70, myndbrot sem sýnir öll helstu atriði um hleðslu heima og á ferðinni

    BMW CHARGING: EINS EINFALT OG HUGSAST GETUR. HVENÆR SEM ER. HVAR SEM ER.

    Það er hraðvirkt, einfalt og þægilegt að hlaða BMW i7:

    • Hleðsla úr 10% í 80% með 195 kW á aðeins 50 mínútum á háspennuhleðslustöð
    • Fylgir með: allt sem þú þarft fyrir hleðslu heima og á ferðinni
    • Bættu öðrum hleðsluvalkostum við á hönnunarsvæðinu

    HÖNNUN YTRA BYRÐIS Á BMW i7.

    BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, myndbrot um helstu atriði ytra byrðis

    HELSTU ATRIÐI YTRA BYRÐIS Á BMW i7.

    BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, mynd tekin að framan í stúdíói með bakgrunni

    Hönnun framhluta.

    Sígild hönnun framhluta. Upplýst BMW-aðalljós úr kristalgleri með Swarovski-kristöllum og upplýstum tvískiptum útlínum gefa bílnum einkennandi yfirbragð.

    BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, mynd tekin frá hlið í stúdíói með bakgrunni

    Frá hlið.

    Flæðandi útlínur umbreyta mikilli stærð BMW i7 í fallegt rými í góðum hlutföllum. Krómaðar áherslur beina athyglinni að hinni fallegu „Hofmeister-sveigju“.

    BMW i7 Sedan G70 BMW Individual oxíðgrásanseraður, mynd tekin aftan frá í stúdíói með bakgrunni

    Séð aftan frá.

    Mjó og L-laga afturljós og krómlisti beina athyglinni að breiðu yfirbragðinu. Blái liturinn er kennimerki nýstárlegs aksturskerfis.

    HÖNNUN INNANRÝMIS Í BMW i7.

    BMW i7 Sedan G70, myndbrot um helstu atriði hönnunar innanrýmis

    HELSTU ATRIÐI INNANRÝMIS BMW i7.

    Mælaborð með sveigðum skjá í innanrými BMW i7 Sedan G70

    Framsækni og þægindi í ökumannsrými.

    Fjölnota stjórntæki, BMW-snertistikan, liggur lárétt yfir ökumannsrýmið. 14,9" sveigður BMW-skjár er lokahnykkurinn í margmiðlunarupplifun bílsins.

    Breiður afþreyingarskjár í BMW i7 Sedan G70, innanrými, Fond

    Mögnuð afþreying fyrir farþega í aftursæti.

    Hallaðu þér aftur og njóttu þægindanna: 31,3" breiður BMW-skjár með innbyggðu Amazon Fire TV skilar einstakri afþreyingarupplifun fyrir farþega í aftursæti.*

    Stór Sky Lounge-þakgluggi, mynd að ofan, innanrými BMW i7 Sedan

    Stór Sky Lounge-þakgluggi.

    Stóri Sky Lounge-þakglugginn hleypir mikilli birtu í innanrýmið yfir daginn. Á kvöldin skapar hann skemmtilegt andrúmsloft með flottri lýsingu.

    *Efni, þjónusta og eiginleikar kunna að vera breytileg, eru hugsanlega ekki í boði á öllum svæðum og öllum tungumálum og kunna að krefjast sérstakrar áskriftar. BMW hóf samstarf við Huawei og Iqiyi til að bjóða upp á straumspilun og afþreyingu í Kína. Til þess að hægt sé að straumspila myndbönd þarf að virkja persónulegt eSIM-kort í bílnum í gegnum farsímaáskrift hjá símafyrirtæki viðskiptavinarins.

    Lesa meira

    SJÁLFBÆRNI Í BMW i7.

    BMW i7 Sedan G70, sjálfbærni
    • Vinnsla efnanna kóbalt og litíum sem notuð eru í háspennurafhlöðunni í BMW i7 fer fram með ábyrgri námavinnslu
    • Ekki eru notaðir sjaldgæfir jarðmálmar í mótor BMW i7
    • Endurunnin efni á borð við Econyl-plast í gólfklæðningu BMW i7 draga úr álagi á fyrirliggjandi náttúruauðlindir

    NÝSKÖPUN OG ÞÆGINDI Í BMW i7.

    LÚXUS OG ÞÆGINDI Í BMW i7.

    Slakaðu á og njóttu – í BMW i7 er allt lagað að þínum þörfum.

    • Vönduð efni og handverk
    • Sérlega notendavænt, allir eiginleikar eru innan seilingar
    • Úthugsuð tækni gerir ferðalögin ógleymanleg
    Executive Lounge-sæti fyrir farþega á Fond-svæði í BMW i7 Sedan G70

    Executive Lounge-sæti.

    Slakaðu á og njóttu þægindanna: Farþegar í aftursæti njóta hvíldar og þæginda í Executive Lounge-sætum með fótaskemli.

    Fond Entertainment Experience-snertiskjár í afturhurð BMW i7 Sedan G70

    Afturhurðir með innbyggðum snertiskjáum.

    Tveir 5,5" snertiskjáir eru haganlega felldir inn í afturhurðirnar sem auðveldar þér að nota upplýsinga- og afþreyingarkerfið, 31,3” breiðskjáinn, sjálfvirka loftkælingu, sætisstillingar og fleira.

    Bowers & Wilkins BMW-hátalari í hurðinni á i7 Sedan G70

    Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi.

    Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfið veitir fjórvíddarhljómupplifun með 1965 vöttum, þar sem 39 hátíðnihátalarar og hátalarar, bassahátalari og titringshátalari skapa óviðjafnanlegan hljóðheim.

    MY MODES OG BMW ICONIC SOUNDS.

    Með „My Modes“ geturðu notið samspils ljósa, hljóða og hitastigs eftir þínu höfði. BMW IconicSounds Electric býður upp á aksturshljóð sem samin eru af Hans Zimmer og eru sérsniðin að akstursstillingunum. Þetta og margt fleira: í BMW i7 verður sérhver ferð ný og spennandi upplifun.

    Lesa meira
    Innanrými BMW i7 Sedan G70, myndbrot með My Modes

    BMW-AUKAHLUTIR FYRIR BMW i7.

    Með BMW-aukahlutunum getur þú lagað BMW-bílinn að smekk þínum. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW i7 hvað varðar gæði, hönnun og afköst.
    BMW-herðatré fyrir ferða- og hægindakerfið.

    BMW-herðatré fyrir ferða- og hægindakerfið.

    Hægt er að smella herðatrénu í grunnfestinguna eða ferða- og hægindakerfið, sem býðst sem aukabúnaður, auk þess sem hægt er að nota það utan bílsins.

    Slitsterkar BMW-gólfmottur fyrir framsæti.

    Slitsterkar BMW-gólfmottur fyrir framsæti.

    Sérsmíðuð vörn gegn bleytu og óhreinindum í fótrými að framan. Svartur litur með innfellingu úr ryðfríu stáli fellur fullkomlega að innanrýminu.

    Motta í farangursrými BMW.

    Motta í farangursrými BMW.

    Vatnsheldar mottur með skrikvörn verja farangursrýmið fyrir óhreinindum og bleytu. Í svörtu með innfellingu úr ryðfríu stáli sem passar við innanrýmið.

    Vélarafl í kW (hö.):  

    400 (544)*

    Hámarkstog í Nm:  

    745*

    Hröðun 0–100 km/klst. í sek.: 

    4,7*

    Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 

    allt að 625*

    Hámarkshleðslugeta:  

    hleðsla í 6 mín.* getur bætt við allt að 100 km* (háspennuhleðslustöð)

    tæknilegar upplýsingar um BMW i7 Sedan G70
    Starfsmaður BMW veitir viðskiptavini ráðleggingar

    MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

    Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með spurningar, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð í BMW i7 Sedan. Þjónustustarfsfólk BMW veitir þér ráðleggingar með ánægju í síma eða á staðnum.

    AFLNOTKUN OG DRÆGI.

    BMW i7 xDrive60:
    Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 19,6–18,5
    Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 589-624

    Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægni taka WLTP-tölur allan aukabúnað (sem til er á þýska markaðnum) inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tölur samkvæmt WLTP-prófunum. Að auki er NEDC-gildum eytt úr samræmisvottorðum frá og með 1. janúar 2023 með reglugerð EB 2022/195.

     

    Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

     

    Frekari upplýsingar um eldsneytiseyðslu og opinbera tegundarsértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Guideline for fuel consumption, CO2 emissions and electric power consumption for new passenger cars“, sem fást ókeypis á öllum sölustöðum, Deutsche Automobil Treuhand GmbH (DAT), Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi, og undir https://www.dat.de/co2/.

    Lesa meira

    Aflnotkun og drægi.

    • BMW i7 xDrive60 (1):
      Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 19,6–18,9
      Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 591-625

      (1) Bráðabirgðagildi

      Opinber gögn um orkunotkun og drægi á rafmagni voru ákvörðuð í samræmi við lögboðna mælingaraðferð og í samræmi við reglugerð (ESB) 715/2007 sem var í gildi þegar gerðarviðurkenningar voru samþykktar. Þegar um er að ræða drægi gera tölur í WLTP-prófun ráð fyrir öllum aukabúnaði. Fyrir nýgerðarprófaða bíla frá 01.01.2021 eru opinber gögn ekki lengur til samkvæmt NEDC, heldur aðeins samkvæmt WLTP-prófun. Frekari upplýsingar um WLTP- og NEDC-mæliaðferðirnar má finna á www.bmw.de/wltp