Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
BMW-RAFBÍLARNIR.
100 % rafmagn. 100 % akstursánægja. 100 % BMW.
Upplifðu hreina akstursánægju. Þegar upp er staðið jafnast ekkert á við að renna nánast hljóðlaust í gegnum umferðina innan- sem utanbæjar og upplifa eldsnöggt viðbragðið og einstaka hröðunina úr kyrrstöðu. Allt býðst þér þetta án útblásturs og annarrar losunar. Vertu með í að kanna BMW-rafbílaheiminn.
UPPLIFÐU GLEÐINA VIÐ RAFKNÚINN AKSTUR Í ÞESSU MYNDBANDI.
FINNDU ÞINN BMW-RAFBÍL.
BMW iX.
- Allt að 425 km drægi á rafmagni samkvæmt WLTP-prófun (BMW iX xDrive40)
- Endurhleðsla í 10 mínútur getur bætt við meira en 150 km (BMW iX xDrive40 á háspennuhleðslustöð)
- Rafmagnsnotkun (BMW iX xDrive40): 21,0–19,3 kWh/100 km (WLTP-prófun)
BMW i4 M50.
- Allt að 521 kílómetra drægi á rafmagni (WLTP-prófun)
- Endurhleðsla í 10 mínútur getur bætt allt að 140 km við (háspennuhleðslustöð)
- Rafmagnsnotkun 22,5–18,0 kWh/100 km (WLTP-prófun)
BMW i4.
- Allt að 590 kílómetra drægi á rafmagni (WLTP-prófun)
- Endurhleðsla í 10 mínútur getur bætt allt að 164 km við (háspennuhleðslustöð)
- Rafmagnsnotkun 19,1–16,1 kWh/100 km (WLTP-prófun)
BMW iX3.
- Allt að 461 kílómetra drægi á rafmagni (WLTP-prófun)
- Endurhleðsla í 10 mínútur getur bætt allt að 90 km við (háspennuhleðslustöð)
- Rafmagnsnotkun 18,9–18,5 kWh/100 km (WLTP-prófun)
BMW i3.
- Allt að 307 kílómetra drægi á rafmagni (WLTP-prófun)
- Ná allt að 80 prósent hleðslustöðu á 42 mínútum (háspennuhleðslustöð)
- Rafmagnsnotkun 16,3–15,3 kWh/100 km (WLTP-prófun)
- Fæst einnig sem BMW i3s
- BMW iX.
- BMW i4 M50.
- BMW i4.
- BMW iX3.
- BMW i3.
ALGENGAR SPURNINGAR: MIKILVÆGUSTU SPURNINGARNAR OG SVÖRIN UM BMW-RAFBÍLA.
Hvað er rafbíll?
Sannur rafbíll notar eingöngu rafmagn í akstri. Hann notar því engan brunahreyfil til að knýja vélina áfram. Rafmagnið er geymt í rafhlöðu. Drægi rafbílsins fer eftir afkastagetu rafhlöðunnar, þ.e.a.s. sú vegalengd sem bíllinn kemst á einni hleðslu.
Rafbílar henta vel þeim ökumönnum sem geta hlaðið bílinn í vinnunni eða heima. Á sama tíma stækka hleðsluinnviðir fyrir almenning hratt. Í þéttbýli og meðfram þjóðvegum bætast því nýjar hleðslustöðvar sífellt í hópinn. Einnig má finna ótal háspennuhleðslustöðvar með leifturhleðslu fyrir ferðalög, t.d. hjá samstarfsaðila okkar, IONITY í Evrópu. Þetta leiðir til þess að í framtíðinni verða langar ökuferðir mun auðveldari.
Hver er ávinningurinn af rafbíl?
Á rafbíl býðst þér einstök akstursupplifun. Með miklu togi úr kyrrstöðu færðu að upplifa heillandi og rafmagnaða aksturseiginleika og eldsnögga hröðun. Á sama tíma er akstursupplifunin á rafbíl nánast hljóðlaus og þar með afar afslöppuð.
“”Í akstrinum sjálfum losar rafbíllinn auk þess engan útblástur og er þar með eins umhverfisvænn og kostur er.
Annar ávinningur af rafbílum eru hæsta mögulega niðurgreiðsla í hverju landi fyrir sig og hagstæðir skattar.Hvaða þættir hafa áhrif á afkastagetu háspennurafhlöðunnar í rafbílnum?
Hitastigið er veigamikill ytri þáttur sem hefur áhrif á afkastagetu og hleðslugetu rafhlöðunnar. Þú gætir hafa tekið eftir því sama í tengslum við farsímann þinn. Mjög kalt hitastig getur sérstaklega takmarkað afköst rafhlöðunnar. Það er svipað með rafbílinn þinn. Þó draga sérsniðnar aðferðir okkar úr þeim áhrifum sem hitastigið getur haft á afköstin.
Vissirðu að hleðslugeta rafhlöðunnar veitir einnig upplýsingar um eftirstöðvar drægis? Til viðbótar við hitastig eru aðrir þættir sem hafa áhrif á drægið og á það hversu hratt gengur á orkuna, t.d. notkun loftkælingar, álag á bílinn og aksturslag.
Þurfir þú einhvern tímann að hlaða bílinn utan heimilisins verður BMW-rafbíllinn þinn forhitaður fyrir jafnstraumshleðslustöðina* á áfangastaðnum, sem þýðir að háspennurafhlaðan verður við kjörvinnsluhita þegar þangað er komið. Það eykur hámarksorkuna við hleðslu og styttir tímann sem hún tekur.
* Á aðeins við um BMW-rafbíla.Hvað þarf ég að hafa í huga ef ég skil rafbílinn eftir kyrrstæðan í lengri tíma?
Ef þú ætlar ekki að nota bílinn í lengri tíma, svo sem í fríi, eru ýmsar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á endingu rafhlöðunnar. Þegar færi gefst skaltu viðhalda 30 til 50 prósent hleðslu og leggja bílnum á svölum stað eða í skugga á sumrin og geyma hann í bílageymslu á veturna. Auk þess skaltu ekki hafa bílinn tengdan við hleðslustöð ef þú skilur hann eftir kyrrstæðan í langan tíma.
SKOÐAÐU KOSTI BMW-RAFBÍLANNA Í ÞESSUM MYNDBÖNDUM.
Sportliche elektrische Performance.
Rafmögnuð akstursánægja.
Fimmta kynslóð BMW eDrive-tækninnar.
Háspennurafhlaða.
Frábær akstursánægja.
*Hafðu í huga að framboð á Connected Drive getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Ef þú þarft frekari upplýsingar skaltu hafa samband við söluaðila BMW.
KYNNTU ÞÉR DRÆGI BMW-BÍLSINS ÞÍNS.
ALGENGAR SPURNINGAR: SPURNINGAR OG SVÖR UM BMW-RAFBÍLALÍNUNA.
Af hverju er drægi mismunandi?
Drægi rafbíla fer eftir ýmsum þáttum eins og aksturslagi, akstursskilyrðum, búnaði bílsins, veðurskilyrðum og flutningsgetu.
Hvernig hefur aksturslag mitt áhrif á drægi rafbíls?
Aksturslag hefur einnig áhrif á drægi rafbíla, rétt eins og í bílum með hefðbundið brunahreyfilskerfi. Almenna reglan er sú að með árvekni, yfirvegun og takmörkuðum hraðaskiptingum í aksturslagi nærðu hámarksdrægi. Með því að draga úr hraða á þjóðvegum geturðu t.d. aukið drægi umtalsvert. Við endurheimt þýðir þetta að þegar þú tekur fótinn af inngjafarfótstiginu breytist hreyfiorka í raforku sem flutt er í rafhlöðuna – og þannig bætast fleiri kílómetrar við drægið.
Hvaða þættir hafa áhrif á drægi rafbíls?
Hár meðalhraði (t.d. á þjóðvegum) dregur verulega úr drægi, en innanbæjarakstur leiðir til meira drægis vegna minni hraða og meiri endurheimtar orku (ólíkt bílum með hefðbundnar vélar). Jafnframt er drægi minna við lágan hita vegna upphitunar og við háan hita vegna loftkælingar. Búnaður, útlitspakkar, stærri hjólbarðar og felgur geta almennt dregið úr drægi (ef ekki er unnið gegn meiri loftmótstöðu með lokaðri felguhönnun). Viðnám hjólbarðanna skiptir einnig máli fyrir drægið: Til dæmis dregur notkun vetrarhjólbarða úr drægi miðað við sumarhjólbarða í flokki A.
Almennt drægi og drægisgildi á þessum vísi.
Í gerðarvali byggist uppgefið drægi á WLTP-prófun (Worldwide harmonized Light-Duty Test Procedure).
Með WLTP-prófun er hægt að reikna út drægi miðað við tiltekin akstursskilyrði. WLTP-prófun gerir ráð fyrir öruggum akstri og að ekið sé um götur borga, sveitavegi og hraðbrautir.
Viðmið fyrir drægi gerir þér kleift að áætla drægið hjá þér við venjuleg akstursskilyrði. Ytri hringurinn táknar reiknað gildi fyrir drægi byggt á beinum leiðum (ekki raunverulegu götukorti) en innri hringurinn sýnir útreiknað gildi –30% til að taka tillit til raunverulegra akstursleiða.
ALGENGAR SPURNINGAR: ALGENGAR SPURNINGAR UM LEIGU OG FJÁRMÖGNUN Á RAFBÍLUM.
Hver er ávinningurinn af því að leigja eða fjármagna rafbíl?
Kaupleiga:
- Viðskiptavinurinn þarf ekki að sjá um endurmarkaðssetningu rafbílsins eftir að leigusamningurinn er útrunninn.
- Viðskiptavinurinn getur pantað ýmsa þjónustu eins og Inclusive-þjónustu ofan á.
Fjármögnun:
- Viðskiptavinurinn er eigandi rafbílsins.
- Viðskiptavinurinn getur fjármagnað rafbílinn á lengri tíma en í kaupleigu.
Er trygging innifalin í kaupleigu eða fjármögnun á rafbíl?
Já, með kaupleigu en ekki með fjármögnun – þó er hægt að fá tryggingu gegnum samstarfsaðila BMW í tryggingum.
Eru ívilnanir í boði hjá stjórnvöldum vegna kaupleigu eða fjármögnunar rafbíla?
Landsbundið. Í flestum löndum er nú boðið upp á niðurgreiðslur frá ríkinu við kaup á rafbílum. Auk ríkisins bjóða sveitarfélög oft upp á viðbótarniðurgreiðslur.
Eru einhverjar skattaívilnanir vegna kaupleigu eða fjármögnunar rafbíla?
Landsbundið. Já, í tilteknum löndum er boðið upp á skattaafslátt, til dæmis afnám bifreiðagjalda.
Býður BMW upp á kaupleigu eða fjármögnun án innborgunar?
Landsbundið. Í flestum löndum er hægt að gera kaupleigu- eða fjármögnunarsamninga án innborgunar.
Rafmagnsnotkun og losun koltvísýrings.
BMW iX xDrive50:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 26.6
CO2 emissions in g/km (combined): 0BMW iX3:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 18.9–18.5
CO2 emissions in g/km (combined): 0BMW i4 M50:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 22.5–18
CO2 emissions in g/km (combined): 0BMW i4 eDrive40:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 19.1–16.1
CO2 emissions in g/km (combined): 0BMW i3:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 14.2–12.9
CO2 emissions in g/km (combined): 0BMW i3s:
Power consumption in kWh/100 km (combined): 14.7–12.9
CO2 emissions in g/km (combined): 0The values of fuel consumptions, CO2 emissions and energy consumptions shown were determined according to the European Regulation (EC) 715/2007 in the version applicable at the time of type approval. The figures refer to a vehicle with basic configuration in Germany and the range shown considers optional equipment and the different size of wheels and tires available on the selected model.
The CO2 efficiency specifications are determined according to Directive 1999/94/EC and the European Regulation in its current version applicable. The values shown are based on the fuel consumption, CO2 values and energy consumptions according to the NEDC cycle for the classification.
For further information about the official fuel consumption and the specific CO2 emission of new passenger cars can be taken out of the „handbook of fuel consumption, the CO2 emission and power consumption of new passenger cars“, which is available at all selling points and at https://www.dat.de/angebote/verlagsprodukte/leitfaden-kraftstoffverbrauch.html