BMW EfficientDynamics Eyðsla og útblástur

EYÐSLA OG ÚTBLÁSTUR.

BMW EfficientDynamics: Nánari upplýsingar um mælingaraðferðir á eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun, auk upplýsinga um dísiltæknina.

Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun nýrra bíla ákvarðast með stöðluðum aðferðum. Í september 2018 var NEDC-staðlinum sem þá var í gildi skipt út fyrir raunhæfara ferli sem nefnist WLTP-prófun (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure). Til viðbótar þessu er svokölluð RDE-prófun (Real Driving Emissions) sem mælir mengunarvalda sem berast beint út í umferðina. Með þessum nýjum prófunaraðferðum munu neytendur geta lagt betra mat á eldsneytisnotkun og útblástur bíla sinna í framtíðinni. Á þessari síðu er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um sparneytni dísilvéla.

Lesa meira
EYÐSLA OG ÚTBLÁSTUR.BMW EfficientDynamics: Nánari upplýsingar um mælingaraðferðir á eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun, auk upplýsinga um dísiltæknina.

FIMM STAÐREYNDIR UM WLTP-PRÓFUNINA.

  • 01 Nýja, lögboðna WLTP orkunýtingarmælingin byggir nú á hagnýtari grunni.
  • 02 Prófanir eiga sér stað yfir lengri tíma, á meiri ökuhraða og með fjölbreyttari hraðaaukningu.
  • 03 Viðmiðunargildin eru nær raunverulegum orkunotkunartölum með nýju mæliaðferðunum.
  • 04 Einstakar niðurstöður bjóða upp á meira gegnsæi þegar kemur að því að áætla eldsneytiskostnað.
  • 05 WLPT mælingaraðferðin hefur verið innleidd í skrefum frá 1. september 2017.

WLTP-MÆLINGARTÆKNIN.

Nákvæmar prófunaraðferðir sem skila raunhæfustu gildunum um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun.

WLTP-mælingartæknin byggir á raungögnum úr akstri um allan heim, sem leiðir til þess að ákvörðuð gildi verða raunhæfari. Breytingarnar sem felast í þessu eru endurskilgreind og mun strangari prófunarskilyrði og meiri ökuhraði, auk þess sem lengd prófanna er umtalsvert meiri (30 mínútur í stað 20 mínútna).
Í prófunaraðferðinni er bæði notast við staðalbúnað og aukabúnað bílsins til að hægt sé að segja með nákvæmari hætti til um koltvísýringslosunina. Þetta skilar tveimur gildum fyrir hverja gerð ökutækis: lægsta og hæsta staðlaða eyðslugildi miðað við loftmótstöðu, þyngd og veltiviðnám. WLTP-prófunin gerir þér kleift að leggja betra mat á eyðslu og koltvísýringslosun ökutækis. Þegar um er að ræða tiltekna útfærslu á bíl er einnig hægt að tilgreina stakt staðlað gildi beint. Þegar um er að ræða tiltekna útfærslu á bíl er einnig hægt að tilgreina stakt staðlað gildi beint. Þrátt fyrir þessa prófunaraðferð geta frávik komið upp í raunverulegri notkun. Engu að síður fara dagleg eyðsla og koltvísýringslosun áfram eftir ólíkum skilyrðum, s.s. landslagi, loftslagi og aksturslagi hvers ökumanns. Umferðaraðstæður hafa einnig áhrif, rétt eins og farmur í bílnum og notkun tækjabúnaðar á borð við loftkælingu. Eitt er þó víst: prófunarskilyrðin eru raunhæfari en nokkru sinni fyrr, sem þýðir að skýrt á að koma fram ef eldsneytisnotkun er meiri eða ef drægi rafbíla er minna. Þetta hefur þó engin afgerandi áhrif á raunverulega eldsneytisnotkun eða drægi. Við þetta má bæta að BMW Group vinnur stöðugt að nýjum tæknilausnum sem auka sparneytni og drægi.
Löggjafarvaldið í Þýskalandi hefur þó tilgreint að gildi sem fást úr WLTP-prófunum verði fyrst um sinn umreiknuð í NEDC-gildi og þeim miðlað þannig. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þróað samsvörunartækni í þessum tilgangi sem gildir að sama skapi um alla bílaframleiðendur.
Þessum fasa er ætlað að einfalda breytinguna. Tímalengd fasans verður ólík því hún fer eftir löggjöfinni í hverju landi fyrir sig.
Frá September 2018 hefur öllum bílaframleiðendum verið lögbundið að framkvæma prófanir samkvæmt WLTP á öllum ökutækjum sem seld eru í Evrópusambandinu, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein og Ísrael (EU28+).

Frá og með janúar 2021 verður öllum löndum sem hafa tekið upp löggjöf Evrópusambandsins um ökutækjaskráningu skylt að gefa út og miðla WLTP-gildum fyrir öll ökutæki.

Lesa meira

WLTP Í SAMANBURÐI VIÐ NEDC.

Nánari upplýsingar um muninn á gömlu og nýju prófunaraðferðinni.

Prófunaraðferð
NEDC
WLTP

RDE-GILDI (RAUNVERULEGUR ÚTBLÁSTUR VIÐ AKSTUR).

Raunhæfar mælingar á útblæstri mengunarvalda úr bíl sem ekið er á vegum úti.

Frá maí 2016 hefur öllum bílaframleiðendum í Evrópusambandinu, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein og Ísrael verið skylt að mæla RDE-gildi. Í RDE-prófunum er útblástur mengunarvalda eins og sótagna og köfnunarefnisoxíðs (NOx) mældur á veginum. Þessi aðferð ákvarðar meðalgildi útblásturs sem búast má við í daglegum akstri.
Til að lækka mengunarvaldagildin enn frekar notar BMW Group ýmsar tæknilausnir í bílgerðum sínum til að draga úr útblástursefnum.
BMW BluePerformance-lausnirnar draga til að mynda úr útblæstri köfnunarefnisoxíðs í dísilvélum. Þegar ný kynslóð sex strokka dísilvéla var kynnt til sögunnar árið 2020 var geymsluhólfi fyrir hvarfakút nálægt vélinni skipt út fyrir enn skilvirkara SCR-kerfi, sem einnig er staðsett nálægt vélinni. Með þessu er hvörfun köfnunarefnisoxíðs orðin enn betri en áður, ekki síst í innanbæjarakstri. Annar SCR-hvarfakútur sem er áfram staðsettur í undirvagninum kemur líka til aðstoðar og einnig er AdBlue-skömmtunarkerfi til staðar í sumum bílum.
BMW Group var fyrsti bílaframleiðandinn sem kynnti til sögunnar NSC-kerfi (Nitrogen Oxide Storage Catalytic Converter) og SCR-kerfi saman í fjöldaframleiddum bílum. Með tvöfaldri AdBlue-skömmtun hefur BMW enn og aftur sett ný viðmið í því að hreinsa útblásturslofttegundir og draga úr mengunarvöldum.
Síðan 2006 hafa sótsíur auk þess verið staðalbúnaður í dísilbílum til að draga úr magni sótagna. Í öllum línum bensínbíla eru nú einnig notaðar sérstakar sótsíur.
BMW hóf framleiðslu á EU6d-bílum þann 1. október 2020 – þremur mánuðum fyrir lögbundna dagsetningu þann 1. janúar 2021. EU6d-útblástursstaðallinn skilgreinir nú einnig hámarksgildi fyrir magn agna og köfnunarefnisoxíðs í RDE-prófunum, ólíkt EU6c-staðlinum.
EU6d-vottun tryggir að bíllinn þinn standist nýjustu og ströngustu kröfur Evrópusambandsins um hámarksgildi útblásturs.

Lesa meira

VÉLAR MEÐ BMW TWIN POWER TURBO-TÆKNI.

Öflugar og sparneytnar: bensín- og dísilvélar frá BMW.

Framsæknar bensín- og dísilvélar með BMW TwinPower Turbo-tækni eru hryggjarstykkið í öllum BMW-bílum. Þær státa af nýjustu innspýtingarkerfunum, stillanlegum stýringum á afkastagetu og framsækinni forþjöpputækni.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics TwinPower Turbo-bensínvélar

BMW TwinPower Turbo-bensínvélar.

Einstaklega mjúk og framsækin þriggja strokka bensínvélin, fjögurra strokka bensínvélin og BMW TwinPower Turbo-bensínvélin með sex strokka línu, sem margoft hefur unnið verðlaunin „Engine of the Year Award“, setja allar ný viðmið. Í nýjustu kynslóðinni hafa BMW EfficientDynamics-vélarnar reynst vera sparneytnari, minna mengandi og öflugri en fyrirrennarar þeirra.

Þessi framsækni pakki markar kaflaskil í BMW EfficientDynamics-stefnunni; til að auka sparneytni og aksturseiginleika býður hann upp á nýjustu innspýtingartæknina og stillanlegt Valvetronic-ventlakerfi, þar á meðal með tvöfaldri VANOS-tímastillingu og framsækinni forþjöpputækni. Þetta skilar einkar skilvirku drifkerfi sem ber virtum vélasérfræðingum BMW gott merki.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics TwinPower Turbo-dísilvélar

BMW TwinPower Turbo-dísilvélar.

Það sem einkennir BMW Twin Power Turbo-dísilvélarnar er kerfisbundin innleiðing BMW EfficientDynamics-grunnreglunnar: Að skila alltaf einstakri sparneytni, aflúttaki og vélarvinnslu – en samt á sparneytinn hátt. Enginn vafi leikur á um sparneytnina og aksturseiginleikana. Samt sem áður skila allar þessar vélar sínu með ótrúlega litlum útblæstri og núningi: Þriggja strokka BMW TwinPower Turbo-dísilvélarnar sem eru frábær grunnútgáfa, framsæknu fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-dísilvélarnar og ekki síst kraftmiklar BMW TwinPower Turbo-bensínvélarnar með sex strokka línu. Allar tryggja þær því hámarksánægju í akstri. Dísilafleiningarnar í BMW EfficientDynamics-vélunum eru byggðar úr léttu áli og búnar VVT-forþjöppu. Nýjasta kynslóð beinnar innspýtingar með „Common rail“ stjórnar eldsneytisinnspýtingunni.

Lesa meira
Nærmynd af BMW EfficientDynamics TwinPower Turbo-dísilvél

BMW-DÍSILVÉLAR: FRAMSÆKNAR OG SPARNEYTNAR.

Dísilvélin er ekki aðeins mikilvæg og sparneytin aflvél heldur er hún einnig afar skilvirkt drifkerfi. Hugvitssamleg AdBlue-innspýtingartæknin gerir að verkum að í nýjum BMW-dísilbílum er útblástur köfnunarefna farinn að nálgast núllið. Auk þess eru notaðar fleiri hreinsunaraðferðir á útblásturslofttegundum til að draga enn frekar úr útblæstri mengunarvalda. Þetta verður til þess að dísilvélin er sjálfbært drifkerfi, ekki síst fyrir ökumenn sem aka reglulega langar vegalengdir. Allar gerðir drifa frá BMW Group eru í sífelldri endurskoðun með úrbætur að leiðarljósi.

FRÓÐLEIKUR UM DÍSILOLÍU.

Margar ástæður eru fyrir því að velja nýjar dísilvélar, t.d. hagkvæmni og sparneytni. Oft vantar þó upp á aðgengi að staðreyndum og bakgrunnsupplýsingum. Hér er að finna upplýsandi samantekt um dísildrif og útblástur mengunarvalda til að þú getir myndað þér þína eigin skoðun á málinu.

Lesa meira
  • Dísilbíllinn og umhverfisvernd
  • Agnir og sótsíur
  • Hvað er koltvísýringur?
  • Hvað er köfnunarefnisoxíð?
  • ÚTBLÁSTURSSTAÐALL EVRÓPUSAMBANDSINS
  • Umhverfisvæn svæði
  • Útblásturslímmiði
BMW EfficientDynamics Sparneytinn akstur

SPARNEYTINN AKSTUR MEÐ BMW EFFICIENT DYNAMICS.

BMW EfficientDynamics Framsæknar tæknilausnir frá BMW EfficientDynamics

FRAMSÆKNAR TÆKNILAUSNIR FRÁ BMW EFFICIENT DYNAMICS.

ALGENGAR SPURNINGAR – MÆLINGARAÐFERÐIR Á ELDSNEYTISNOTKUN OG ÚTBLÆSTRI.

Spurningarnar þínar. Okkar svör.

  • Hvað er WLTP?
  • Hvað er WLTP-prófunarferlið?
  • Hvað gerir WLTP fyrir mig?
  • Hvað er RDE?
  • Hvað er EU6?
  • Hvað er SCR-kerfi (Selective Catalytic Reduction)?
  • Hvað er BluePerformance?
  • Hvað er sótsía?
  • Hvaða þýðingu hefur WLTP fyrir raf- og hybrid-bíla?