Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
EYÐSLA OG ÚTBLÁSTUR.
BMW EfficientDynamics: Nánari upplýsingar um mælingaraðferðir á eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun, auk upplýsinga um dísiltæknina.
Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun nýrra bíla ákvarðast með stöðluðum aðferðum. Í september 2018 var NEDC-staðlinum sem þá var í gildi skipt út fyrir raunhæfara ferli sem nefnist WLTP-prófun (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure). Til viðbótar þessu er svokölluð RDE-prófun (Real Driving Emissions) sem mælir mengunarvalda sem berast beint út í umferðina. Með þessum nýjum prófunaraðferðum munu neytendur geta lagt betra mat á eldsneytisnotkun og útblástur bíla sinna í framtíðinni. Á þessari síðu er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um sparneytni dísilvéla.
Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun nýrra bíla ákvarðast með stöðluðum aðferðum. Í september 2018 var NEDC-staðlinum sem þá var í gildi skipt út fyrir raunhæfara ferli sem nefnist WLTP-prófun (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure). Til viðbótar þessu er svokölluð RDE-prófun (Real Driving Emissions) sem mælir mengunarvalda sem berast beint út í umferðina. Með þessum nýjum prófunaraðferðum munu neytendur geta lagt betra mat á eldsneytisnotkun og útblástur bíla sinna í framtíðinni. Á þessari síðu er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um sparneytni dísilvéla.
FIMM STAÐREYNDIR UM WLTP-PRÓFUNINA.
- 01 Nýja, lögboðna WLTP orkunýtingarmælingin byggir nú á hagnýtari grunni.
- 02 Prófanir eiga sér stað yfir lengri tíma, á meiri ökuhraða og með fjölbreyttari hraðaaukningu.
- 03 Viðmiðunargildin eru nær raunverulegum orkunotkunartölum með nýju mæliaðferðunum.
- 04 Einstakar niðurstöður bjóða upp á meira gegnsæi þegar kemur að því að áætla eldsneytiskostnað.
- 05 WLPT mælingaraðferðin hefur verið innleidd í skrefum frá 1. september 2017.
WLTP-MÆLINGARTÆKNIN.
Nákvæmar prófunaraðferðir sem skila raunhæfustu gildunum um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun.
WLTP-mælingartæknin byggir á raungögnum úr akstri um allan heim, sem leiðir til þess að ákvörðuð gildi verða raunhæfari. Breytingarnar sem felast í þessu eru endurskilgreind og mun strangari prófunarskilyrði og meiri ökuhraði, auk þess sem lengd prófanna er umtalsvert meiri (30 mínútur í stað 20 mínútna).
Í prófunaraðferðinni er bæði notast við staðalbúnað og aukabúnað bílsins til að hægt sé að segja með nákvæmari hætti til um koltvísýringslosunina. Þetta skilar tveimur gildum fyrir hverja gerð ökutækis: lægsta og hæsta staðlaða eyðslugildi miðað við loftmótstöðu, þyngd og veltiviðnám. WLTP-prófunin gerir þér kleift að leggja betra mat á eyðslu og koltvísýringslosun ökutækis. Þegar um er að ræða tiltekna útfærslu á bíl er einnig hægt að tilgreina stakt staðlað gildi beint. Þegar um er að ræða tiltekna útfærslu á bíl er einnig hægt að tilgreina stakt staðlað gildi beint. Þrátt fyrir þessa prófunaraðferð geta frávik komið upp í raunverulegri notkun. Engu að síður fara dagleg eyðsla og koltvísýringslosun áfram eftir ólíkum skilyrðum, s.s. landslagi, loftslagi og aksturslagi hvers ökumanns. Umferðaraðstæður hafa einnig áhrif, rétt eins og farmur í bílnum og notkun tækjabúnaðar á borð við loftkælingu. Eitt er þó víst: prófunarskilyrðin eru raunhæfari en nokkru sinni fyrr, sem þýðir að skýrt á að koma fram ef eldsneytisnotkun er meiri eða ef drægi rafbíla er minna. Þetta hefur þó engin afgerandi áhrif á raunverulega eldsneytisnotkun eða drægi. Við þetta má bæta að BMW Group vinnur stöðugt að nýjum tæknilausnum sem auka sparneytni og drægi.
Löggjafarvaldið í Þýskalandi hefur þó tilgreint að gildi sem fást úr WLTP-prófunum verði fyrst um sinn umreiknuð í NEDC-gildi og þeim miðlað þannig. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þróað samsvörunartækni í þessum tilgangi sem gildir að sama skapi um alla bílaframleiðendur.
Þessum fasa er ætlað að einfalda breytinguna. Tímalengd fasans verður ólík því hún fer eftir löggjöfinni í hverju landi fyrir sig.
Frá September 2018 hefur öllum bílaframleiðendum verið lögbundið að framkvæma prófanir samkvæmt WLTP á öllum ökutækjum sem seld eru í Evrópusambandinu, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein og Ísrael (EU28+).
Frá og með janúar 2021 verður öllum löndum sem hafa tekið upp löggjöf Evrópusambandsins um ökutækjaskráningu skylt að gefa út og miðla WLTP-gildum fyrir öll ökutæki.
MYNDBÖND UM WLTP-PRÓFUNINA.
Í þessum myndböndum er fjallað um mikilvægustu staðreyndirnar í WLTP-mælingartækninni.
WLTP Í SAMANBURÐI VIÐ NEDC.
Nánari upplýsingar um muninn á gömlu og nýju prófunaraðferðinni.
Prófunaraðferð | NEDC | WLTP | |
---|---|---|---|
Prófunartími | 20 mín. | 30 mín. | |
Prófunarvegalengd | 11 km | 23,2 km | |
Tími í kyrrstöðu | 25% | 13% | |
Prófunarstig | Innanbæjar-, utanbæjarakstur, (blandaður akstur) | Lítill, miðlungs, mikill, mjög mikill, (blandaður akstur); (auk „borgaraksturs“ fyrir rafmagnsbíla og bíla með tengiltvinndrif) | |
Hraði | Meðalhraði: 34 km/klst. Hámarkshraði: 120 km/klst. | Meðalhraði: 46,6 km/klst. Hámarkshraði: 131 km/klst. | |
Hitastig við gangsetningu | 20–30° C; Vél ræst köld | 14 °C (prófað við 23 °C, leiðrétt fyrir 14 °C) Vél ræst köld | |
Aukabúnaður | Ekki tekið tillit til. | Tekið er tillit til alls aukabúnaðar hvað varðar áhrif á loftmótstöðu, þyngd og veltiviðnám. |
RDE-GILDI (RAUNVERULEGUR ÚTBLÁSTUR VIÐ AKSTUR).
Raunhæfar mælingar á útblæstri mengunarvalda úr bíl sem ekið er á vegum úti.
Frá maí 2016 hefur öllum bílaframleiðendum í Evrópusambandinu, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein og Ísrael verið skylt að mæla RDE-gildi. Í RDE-prófunum er útblástur mengunarvalda eins og sótagna og köfnunarefnisoxíðs (NOx) mældur á veginum. Þessi aðferð ákvarðar meðalgildi útblásturs sem búast má við í daglegum akstri.
Til að lækka mengunarvaldagildin enn frekar notar BMW Group ýmsar tæknilausnir í bílgerðum sínum til að draga úr útblástursefnum.
BMW BluePerformance-lausnirnar draga til að mynda úr útblæstri köfnunarefnisoxíðs í dísilvélum. Þegar ný kynslóð sex strokka dísilvéla var kynnt til sögunnar árið 2020 var geymsluhólfi fyrir hvarfakút nálægt vélinni skipt út fyrir enn skilvirkara SCR-kerfi, sem einnig er staðsett nálægt vélinni. Með þessu er hvörfun köfnunarefnisoxíðs orðin enn betri en áður, ekki síst í innanbæjarakstri. Annar SCR-hvarfakútur sem er áfram staðsettur í undirvagninum kemur líka til aðstoðar og einnig er AdBlue-skömmtunarkerfi til staðar í sumum bílum.
BMW Group var fyrsti bílaframleiðandinn sem kynnti til sögunnar NSC-kerfi (Nitrogen Oxide Storage Catalytic Converter) og SCR-kerfi saman í fjöldaframleiddum bílum. Með tvöfaldri AdBlue-skömmtun hefur BMW enn og aftur sett ný viðmið í því að hreinsa útblásturslofttegundir og draga úr mengunarvöldum.
Síðan 2006 hafa sótsíur auk þess verið staðalbúnaður í dísilbílum til að draga úr magni sótagna. Í öllum línum bensínbíla eru nú einnig notaðar sérstakar sótsíur.
BMW hóf framleiðslu á EU6d-bílum þann 1. október 2020 – þremur mánuðum fyrir lögbundna dagsetningu þann 1. janúar 2021. EU6d-útblástursstaðallinn skilgreinir nú einnig hámarksgildi fyrir magn agna og köfnunarefnisoxíðs í RDE-prófunum, ólíkt EU6c-staðlinum.
EU6d-vottun tryggir að bíllinn þinn standist nýjustu og ströngustu kröfur Evrópusambandsins um hámarksgildi útblásturs.
VÉLAR MEÐ BMW TWIN POWER TURBO-TÆKNI.
Öflugar og sparneytnar: bensín- og dísilvélar frá BMW.
Framsæknar bensín- og dísilvélar með BMW TwinPower Turbo-tækni eru hryggjarstykkið í öllum BMW-bílum. Þær státa af nýjustu innspýtingarkerfunum, stillanlegum stýringum á afkastagetu og framsækinni forþjöpputækni.
BMW TwinPower Turbo-bensínvélar.
Einstaklega mjúk og framsækin þriggja strokka bensínvélin, fjögurra strokka bensínvélin og BMW TwinPower Turbo-bensínvélin með sex strokka línu, sem margoft hefur unnið verðlaunin „Engine of the Year Award“, setja allar ný viðmið. Í nýjustu kynslóðinni hafa BMW EfficientDynamics-vélarnar reynst vera sparneytnari, minna mengandi og öflugri en fyrirrennarar þeirra.
Þessi framsækni pakki markar kaflaskil í BMW EfficientDynamics-stefnunni; til að auka sparneytni og aksturseiginleika býður hann upp á nýjustu innspýtingartæknina og stillanlegt Valvetronic-ventlakerfi, þar á meðal með tvöfaldri VANOS-tímastillingu og framsækinni forþjöpputækni. Þetta skilar einkar skilvirku drifkerfi sem ber virtum vélasérfræðingum BMW gott merki.
BMW TwinPower Turbo-dísilvélar.
Það sem einkennir BMW Twin Power Turbo-dísilvélarnar er kerfisbundin innleiðing BMW EfficientDynamics-grunnreglunnar: Að skila alltaf einstakri sparneytni, aflúttaki og vélarvinnslu – en samt á sparneytinn hátt. Enginn vafi leikur á um sparneytnina og aksturseiginleikana. Samt sem áður skila allar þessar vélar sínu með ótrúlega litlum útblæstri og núningi: Þriggja strokka BMW TwinPower Turbo-dísilvélarnar sem eru frábær grunnútgáfa, framsæknu fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-dísilvélarnar og ekki síst kraftmiklar BMW TwinPower Turbo-bensínvélarnar með sex strokka línu. Allar tryggja þær því hámarksánægju í akstri. Dísilafleiningarnar í BMW EfficientDynamics-vélunum eru byggðar úr léttu áli og búnar VVT-forþjöppu. Nýjasta kynslóð beinnar innspýtingar með „Common rail“ stjórnar eldsneytisinnspýtingunni.
BMW-DÍSILVÉLAR: FRAMSÆKNAR OG SPARNEYTNAR.
Dísilvélin er ekki aðeins mikilvæg og sparneytin aflvél heldur er hún einnig afar skilvirkt drifkerfi. Hugvitssamleg AdBlue-innspýtingartæknin gerir að verkum að í nýjum BMW-dísilbílum er útblástur köfnunarefna farinn að nálgast núllið. Auk þess eru notaðar fleiri hreinsunaraðferðir á útblásturslofttegundum til að draga enn frekar úr útblæstri mengunarvalda. Þetta verður til þess að dísilvélin er sjálfbært drifkerfi, ekki síst fyrir ökumenn sem aka reglulega langar vegalengdir. Allar gerðir drifa frá BMW Group eru í sífelldri endurskoðun með úrbætur að leiðarljósi.
FRÓÐLEIKUR UM DÍSILOLÍU.
Margar ástæður eru fyrir því að velja nýjar dísilvélar, t.d. hagkvæmni og sparneytni. Oft vantar þó upp á aðgengi að staðreyndum og bakgrunnsupplýsingum. Hér er að finna upplýsandi samantekt um dísildrif og útblástur mengunarvalda til að þú getir myndað þér þína eigin skoðun á málinu.
Dísilbíllinn og umhverfisvernd
Evrópusambandið og mörg önnur lönd víða um heim hafa einsett sér að draga verulega úr gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi. Dísilvélin spilar stórt hlutverk í að ná þessu loftslagsmarkmiði því að þegar upp er staðið geta dísilbílar státað af lágu koltvísýringsfótspori vegna þess hversu sparneytnir þeir eru. Dísilbíll sem stenst Evrópusambandsstaðalinn Euro 6 losar til dæmis u.þ.b. 15% minni koltvísýring en sambærilegar gerðir með bensínvél. Miðað við þetta hafa dísilbílar í Evrópu sparað u.þ.b. 1.000.000.000 tonn af koltvísýringi undanfarin 20 ár. Og vegna þess að sótsíur hafa verið staðalbúnaður í BMW-bílum frá árinu 2006 er hlutur dísilbíla í heildarlosun sótagna úr vélum orðinn nánast að engu.
Agnir og sótsíur
„Agnir“ er hugtak sem notað er yfir öll föst efni sem dreifast út í andrúmsloftið. Frá náttúrunnar hendi koma agnirnar úr tæringu, fíngerðu ryki, eldgosum og einnig frjókornum. Fyrir utan umferð á vegum eru aðrir mengunarvaldar af mannavöldum t.d. flugferðir, skipaferðir og iðnaður. Um það bil 20% agna berast úr bílum, en hjólbarðasvarf og loftókyrrð eru stærri orsakavaldar en útblástursefni. Og vegna þess að sótsíur hafa verið staðalbúnaður hjá BMW Group frá árinu 2006 losa bílarnir okkar nánast engar sótagnir úr vélunum.
Hvað er koltvísýringur?
Koltvísýringur er gróðurhúsalofttegund sem myndast t.d. við bruna á kolum, dísilolíu, jarðgasi og viði. Þetta er lofttegund sem gegnir mikilvægu hlutverki í náttúrunni og efnaskiptum margra lífvera og plantna. Í of miklu magni hefur koltvísýringur mikil áhrif á gróðurhúsaáhrifin og þar með á loftslagsbreytingar. Innan Evrópusambandsins ber umferð ábyrgð á rétt tæplega 30% allrar koltvísýringslosunar, þar af stafa 72% losunarinnar frá umferð á vegum. Ef ekki væri fyrir dísilvélar, sem losa minni koltvísýring en bensínvélar því þær eru sparneytnari, væru losunargildi koltvísýrings umtalsvert hærri.
Hvað er köfnunarefnisoxíð?
Köfnunarefnisoxíð er yfirheiti fyrir nituroxíð, gaskenndu oxíðin í köfnunarefni (N). Of hár styrkur köfnunarefnisoxíðs veldur álagi á lungu og getur haft skaðleg áhrif á plöntur. Köfnunarefnisoxíð myndast við háhitabruna eldsneytis, kola, olíu, viðar og sorps. Á milli 1990 og 2017 dróst losun köfnunarefnisoxíðs frá umferð saman um rúmlega 60%. Því var hlutur umferðar í heildarlosun köfnunarefnisoxíðs u.þ.b. 37,5% árið 2017. BMW notar fjölþætta aðferð til að draga úr köfnunarefnisoxíði og í dag er þessi aðferð almennt álitin vera sérlega árangursrík. Að draga úr útblæstri vélarinnar og endurvinna útblásturslofttegundir eru tveir þættir í aðferðinni, en þar að auki er notast við hreinsibúnað fyrir útblástur með NSC-kerfinu (Nitrogen Oxide Storage Catalytic Converter) og SCR-kerfinu (Selective Catalytic Reduction). SCR-kerfið vinnur með hitastigi útblásturslofttegunda og AdBlue-innspýtingunni og breytir eitruðu köfnunarefnisoxíðinu í vatn og köfnunarefni sem er skaðlaust.
Í nýju sex strokka dísilvélinni frá BMW hefur fyrra hreinsibúnaðarkerfi – sem samanstóð af NSC-kerfi, sótsíu og SCR-kerfi á undirvagni – verið skipt út fyrir enn skilvirkara kerfi. Þar vinnur SCR-kerfi (sem byggir á sótsíu) nálægt vélinni með SCR-kerfi á undirvagninum og saman sinna kerfin ótal vélarþáttum þar sem hámarkshvörfun köfnunarefnisoxíðs er markmiðið. Þessi aðferð leggur einnig grunninn að viðmiðum framtíðarinnar hvað varðar útblásturslofttegundir.ÚTBLÁSTURSSTAÐALL EVRÓPUSAMBANDSINS
Í staðli Evrópusambandsins hvað varðar útblásturslofttegundir er að finna hámarksgildi útblásturs eftir gerð ökutækis og vélar. Ár hvert þurfa ný ökutæki að standast sífellt strangari reglugerðir yfir útblásturslofttegundir til að hljóta samþykki. Allir nýir bílar frá BMW Group standast Euro 6-staðalinn fyrir útblásturslofttegundir, bæði dísilbílar og bensínbílar. Upplýsingar um útblástursflokkun þíns bíls út frá gerðarviðurkenningu Evrópusambandsins í kafla V9 í gerðarviðurkenningarvottorðinu.
Umhverfisvæn svæði
Til að uppfylla útblástursmörk Evrópusambandsins í mjög menguðum borgum og bæta loftgæði til lengri tíma er nú að finna í sumum evrópskum borgum umhverfisvæn svæði/svæði með útblásturstakmörkunum þar sem umferð er takmörkuð. Bílar mega aðeins fara inn á þessi svæði að uppfylltum tilteknum skilyrðum, t.d. með útblásturslímmiðum eða staðfestingu á tilteknum útblástursflokkunum. Nýir bílar frá BMW Group, bæði með bensín- og dísilvélum, standast Euro 6-útblástursstaðalinn og eru því leyfðir á flestum umhverfisvænum svæðum í Evrópu.
Útblásturslímmiði
Útblásturslímmiðinn veitir upplýsingar um útblástursflokkun bílsins hjá Evrópusambandinu. Í sumum evrópskum borgum, t.d. Berlín, er hann áskilinn þegar ekið er inn á umhverfisvænt svæði með takmörkunum á útblæstri. Sem stendur geta bílar fengið rauðan, gulan eða grænan útblásturslímmiða eða engan límmiða, allt eftir magni mengunarvalda í útblæstri. Nýir bílar frá BMW Group standast allir Euro 6-útblástursstaðalinn og fá því grænan útblásturslímmiða við skráningu. Þannig getur þú ekið nýja BMW-bílnum á flestum umhverfisvænum svæðum í Evrópu.
ALGENGAR SPURNINGAR – MÆLINGARAÐFERÐIR Á ELDSNEYTISNOTKUN OG ÚTBLÆSTRI.
Spurningarnar þínar. Okkar svör.
Hvað er WLTP?
Skammstöfunin WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure“.
Þetta er ný prófunaraðferð til að ákvarða gildi fyrir eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings á raunhæfari hátt, sem verður lögbundin fyrir öll ökutæki frá og með september 2018. WLTP mun koma í staðinn fyrir NEDC-prófunaraðferðina sem áður var í gildi.Hvað er WLTP-prófunarferlið?
Eyðsla og útblástur ökutækis byggist á aksturslagi og öðrum þáttum. Þess vegna hefur akstursgögnum fyrir WLTP verið safnað um allan heim. Þessi gögn voru notuð til að skilgreina fjögur stig með ólíkum meðalhraða: litlum, miðlungs, miklum og mjög miklum. Innan hvers þessara stiga eru ólík stig hröðunar, hemlunar og stöðvunar til að lýsa aðstæðum sem tengjast daglegu aksturslagi. Samsetning þessara stiga myndar prófunarferlið og niðurstöður úr því koma saman í samsettu gildi í upplýsingum framleiðandans. Þar sem rafbílar og hybrid-bílar eru mest notaðir í innanbæjarakstri bætist fimmta stigið við í þeirra tilfelli: Borgarakstur. Þar er miðað við meðalstig á litlum og miðlungs hraða.
Hvað gerir WLTP fyrir mig?
Upptaka WLTP-prófunarferlisins verður til þess að gildi fyrir eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun verða nær gildum í raunverulegri, daglegri notkun. Þar sem einnig er tekið tillit til aukabúnaðar í WLTP-prófuninni verða gildin enn raunhæfari þar sem þau byggja á útfærslu þíns ökutækis. Á sama tíma skila raunverulegri gildi sér hins vegar í meiri eyðslu og losun koltvísýrings fyrir ökutæki með brunahreyfil og styttra drægi rafhlöðu fyrir rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þetta gæti haft í för með sér hærri koltvísýringsskatta, allt eftir löggjöf í hverju landi fyrir sig.
Hvað er RDE?
Skammstöfunin RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“. Þetta er ný aðferð til að ákvarða mengunarvalda eins og köfnunarefnisoxíð og sótagnir. Mikilvægasti þátturinn er að mælingin á sér stað á veginum við raunveruleg akstursskilyrði en ekki á rannsóknarstofu. Tæki sem kallast PEMS (Portable Emissions Measurement System) er fest við útblástursrör prófunarökutækisins í þessum tilgangi.
Hvað er EU6?
Euro 6 er heiti gildandi staðals fyrir mengunarvalda í útblæstri. Hann skilgreinir lægri hámarksgildi fyrir sótagnir og útblástur köfnunarefnisoxíðs en EU5. Frá september 2018* verður EU6c-útblástursstaðallinn gerður skyldubundinn og hann tilgreinir enn lægri mörk fyrir sótagnir frá ökutækjum með bensínvélar en EU6b. Sömu viðmiðunarmörk gilda fyrir ökutæki með dísilvélar innan ferlisins, bæði í EU6b og Eu6c. EU6d-TEMP frá september 2019* og EU6d frá janúar 2021 munu lækka viðmiðunarmörkin fyrir magn agna og köfnunarefnisoxíðs í samræmi við RDE.
*Gildir um ný ökutæki. Nýjar bílgerðir þurfa að lúta nýju útblástursstöðlunum einu ári áður.Hvað er SCR-kerfi (Selective Catalytic Reduction)?
Fljótandi ammoníaki sem kallast AdBlue® er dælt inn í dísilvélar til að minnka gildi útblástursefna í ökutækjum enn frekar. SCR-kerfi með AdBlue® dregur allt að 90% úr köfnunarefnisoxíði. Það sem eftir verður er vatnsgufa, köfnunarefni og koltvísýringur. Það sem eftir verður er vatnsgufa, köfnunarefni og koltvísýringur.
Hvað er BluePerformance?
BMW notar BluePerformance-tækni til að minnka útblástur köfnunarefnisoxíðs frá ökutækjunum sínum enn frekar. Með þessari tækni er hægt að bæta útblástursskilvirkni dísildrifa enn frekar. Til viðbótar við dísilsótsíu og NSC-kerfi eru allar fjögurra strokka BMW-dísilvélar búnar SCR-kerfi með AdBlue®-innspýtingu sem dregur verulega úr köfnunarefnisoxíði í útblæstri. Þegar ný kynslóð sex strokka dísilvéla var kynnt til sögunnar árið 2020 var geymsluhólfi fyrir hvarfakút nálægt vélinni skipt út fyrir enn skilvirkara SCR-kerfi, sem einnig er staðsett nálægt vélinni. Með þessu er hvörfun köfnunarefnisoxíðs orðin enn betri en áður, ekki síst í innanbæjarakstri. Annar SCR-hvarfakútur sem er áfram staðsettur í undirvagninum kemur líka til aðstoðar og einnig er AdBlue-skömmtunarkerfi til staðar í sumum bílum.
Hvað er sótsía?
Sótsía er ráðstöfun til að draga úr sótögnum í dísilvélum og bensínvélum.
Hvaða þýðingu hefur WLTP fyrir raf- og hybrid-bíla?
Þar sem rafbílar og hybrid-bílar eru mest notaðir í innanbæjarakstri bætir WLTP-prófunin fimmta stiginu við fyrri stigin fjögur, lítill, miðlungs, mikill og mjög mikill: Borgarakstri. Hann samanstendur af þeim hraðastigum sem einkenna innanbæjarakstur framar öðru: Lítinn og miðlungs. Þetta skilar raunhæfara mati á drægi sem gefa skal upp.