Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
BMW EFFICIENT DYNAMICS: FRAMSÆKNAR TÆKNILAUSNIR.
BMW EfficientDynamics: tæknilausnir morgundagsins – nú í fjöldaframleiddum bílum.
Í BMW-bílum er stefnt að bestu aksturseiginleikum með minnstu eyðslunni. Til að ná þessu markmiði eru ótal framsæknar tæknilausnir virkjaðar úr yfirbyggingunni, í gegnum drifrásina og út í akstursaðstoðarkerfin sem auka sparneytnina og draga úr eyðslunni. Kynntu þér betur létt byggingarlagið, lausnir sem draga úr loftmótstöðu og skilvirku driflausnirnar í BMW.
Í BMW-bílum er stefnt að bestu aksturseiginleikum með minnstu eyðslunni. Til að ná þessu markmiði eru ótal framsæknar tæknilausnir virkjaðar úr yfirbyggingunni, í gegnum drifrásina og út í akstursaðstoðarkerfin sem auka sparneytnina og draga úr eyðslunni. Kynntu þér betur létt byggingarlagið, lausnir sem draga úr loftmótstöðu og skilvirku driflausnirnar í BMW.
BMW EFFICIENT LIGHTWEIGHT – HUGVITSSAMLEGT OG LÉTT BYGGINGARLAG BMW.
BMW EfficientLightweight er lýsandi dæmi um það hvernig hægt er að ná fram frábærum en sparneytnum aksturseiginleikum. Með því að nota einkar létt og stíf byggingarefni, t.d. kolefnistrefjar í farþegarýmin, ál í undirvagninn, sérstyrkt stál í yfirbygginguna eða nýjustu blönduna af magnesíum-áli í vélina, tekst að draga úr eldsneytisnotkun en bæta aksturseiginleika og snerpu bílsins á sama tíma.
Með því að vera fyrst til að bjóða upp á farþegarými úr kolefnistrefjum í fjöldaframleiddum bílum hefur BMW umbylt verkfræðinálguninni í bílaiðnaðinum og sett ný viðmið í léttu byggingarlagi. Styrkurinn í þessu efni ver farþegana með mesta mögulega hætti í árekstrum, en er engu að síður svo létt að það jafnar út viðbótarþyngdina í rafhlöðunni. Útkoman er öruggara, ríflegra og þægilegra farþegarými sem léttir líka bílinn og bætir aksturseiginleikana.
BMW i3 er fyrsti bíllinn í fjöldaframleiddri bílalínu þar sem notast er við hátæknikolefnistrefjar. Lengi vel var notkunin á kolefnistrefjum takmörkuð því að þær þurfti að framleiða í höndunum. Í dag framleiðir BMW Group sínar eigin kolefnistrefjar og kolefnistrefjaplötur og því hefur opnast möguleiki á fjöldaframleiðslu.
STRAUMLÍNULÖGUN.
Straumlínulagaðar lausnir frá BMW EfficientDynamics sem auka sparneytni.
Góðar hugmyndir þurfa ekki alltaf að vera flóknar: með því að nota úthugsaðar loftmótstöðulausnir, s.s. stýringu loftunaropa og loftstreymisgleypi á framsvuntunni, Air Performance-felgur eða loftunarbúnað á fremri brettaköntunum, skilar BMW-bíllinn núna allra besta loftviðnámsstuðli. Þessu til viðbótar eru bæði undirvagninn og öll hlutföll bílsins einkar straumlínulöguð út frá hugmyndafræði AERO GENES. Þetta hefur jákvæð áhrif á sparneytni og stöðugleika í akstri, auk þess að draga úr umhverfishljóðum í farþegarýminu.
Air Performance-felgur.
Felgur sem storka vindinum: straumlínulagaðar og fisléttar felgur með innfellingum beina loftinu hárnákvæmt meðfram hliðunum á BMW-bílnum og draga þannig úr loftmótstöðunni.
Tvískipt Active Air-grill.
Tvískipta Active Air-grillið skynjar hvenær vélin, hemlarnir og aðrir íhlutir þurfa á lofti að halda og opnar loftunaropin sjálfkrafa. Það lokar opunum aftur þegar ekki er lengur þörf á lofti. Þetta dregur úr loftmótstöðu og eldsneytisnotkunin minnkar.
Loftstreymisgleypir.
Þú stýrir bílnum, loftstreymisgleypirinn stýrir loftflæðinu. Ástæðan er sú að gleypirinn dregur úr loftmótstöðu yfirbyggingarinnar á ótrúlega einfaldan en skilvirkan hátt. Mjókkandi göngin í honum hraðar á loftflæðinu og beinir því framhjá hjólunum. Þetta dregur úr lofthreyfingu í felgubrettunum og minnkar tog frá yfirbyggingunni, auk þess að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
BMW-DRIFLAUSNIR.
Þetta eru drifkerfi framtíðarinnar sem skila hámarks sparneytni.
Við þróun á nýjum bílum reiðir BMW sig stöðugt á nýjar og framsæknar driflausnir. Kynntu þér sparneytnu driflausnirnar, t.d. tengiltvinnbíl, eDrive, vetnisdrif eða nýju 48 volta Mild Hybrid-tæknina.
BMW 48 VOLTA MILD HYBRID-TÆKNI.
Með því að vinna samhliða brunahreyflinum skilar rafmótorinn meiri sparneytni og betri aksturseiginleikum.
Mild Hybrid er sérstök útgáfa af hybrid-drifkerfinu. Bíllinn notar ekki rafmótorinn sem sjálfstætt drif heldur kveikir á honum samhliða brunahreyflinum, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Þetta dregur úr eyðslu og eykur drægið. Á sama tíma getur rafdrifið fært brunahreyflinum aukið afl. Í Mild Hybrid-bílum er rafhlaðan aðeins endurhlaðin í endurheimt vegna hemlunar meðan á ferðinni stendur.
BMW-TENGILTVINNBÍLL.
Þetta er skilvirkt samspil á milli brunahreyfils og rafmótors.
BMW-bílar með hybrid-drif – einnig kallaðir tengiltvinnbílar – eru búnir tveimur drifkerfum: brunahreyfli og rafmótor. Þetta tvennt og fyrsta flokks og afkastamiklar Li-ion-rafhlöður auka drægi og afl og bæta aksturseiginleika. Hægt er að endurhlaða rafhlöðuna með hefðbundnum tenglum og hleðslustöðvum, en einnig í gegnum endurheimt hemlunarorku. Við endurheimt er hreyfiorku bílsins breytt aftur í raforku við hemlun og henni beint í rafhlöðuna.
BMW-RAFDRIF.
Rafbílar með eDrive – hámarksdrægi og mesta sparneytni.
BMW-rafbílar með eDrive eru bílar framtíðarinnar, alfarið knúnir með rafmagni. Rafdrifið er einungis knúið með rafmagni og hefur enga þörf fyrir brunahreyfil og þar með ekkert jarðefnaeldsneyti til að knýja bílinn áfram. Í daglegri notkun eru BMW-rafbílarnir því alveg án útblásturs í öllum akstursstillingum. Nauðsynlegt magn rafmagns er að finna í rafhlöðu sem ákvarðar rafakstursdrægið. Hægt er að hlaða rafhlöðuna í hefðbundinni heimilisinnstungu, BMW-heimahleðslustöð eða á almenningshleðslustöð.
BMW-VETNISDRIF.
Vetnisbílar með efnarafal: Framtíð sem felur í sér takmarkalausan akstur án útblásturs.
BMW hefur rannsakað vetnisbíla um árabil og unnið með Toyota að fjöldaframleiðslu á vetnisdrifi með efnarafal frá árinu 2013. Næsta skref verður tekið árið 2022 þegar BMW mun leiða áfram aðra kynslóð vetnisdrifa með efnarafal í takmarkaði framleiðslu á BMW i Hydrogen NEXT. Vetnisbílar eru knúnir með rafmótor og því eru þeir einnig flokkaðir sem rafbílar. Meginmunurinn á þeim og öðrum rafbílum er eftirfarandi: vetnisbílar framleiða eigið rafmagn og sækja það ekki í innbyggða rafhlöðu sem þarf að hlaða með ytri aflgjafa. Þess í stað eru vetnisbílar með sitt eigið orkuver um borð, svokallaðan efnarafal. Hann framleiðir hreint rafmagn úr vetni og súrefni. Því eru bílar með vetnisdrifi alveg lausir við útblástur í daglegri notkun.