Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
BMW-TENGILTVINNBÍLARNIR.
Það besta úr báðum heimum.
BMW-tengiltvinnbílarnir nota bæði bensínvél og rafmótor sem tryggir hámarks sveigjanleika og gerir þá einkar hentuga fyrir mismunandi einstaklingasbundnar þarfir í hversdeginum. Vertu með í að kanna heim BMW-tengiltvinnbíla og finndu hvaða bílgerð hentar þér best!
BMW-TENGILTVINNBÍLL HENTAR FULLKOMLEGA FYRIR ÞINN LÍFSSTÍL.
TENGILTVINNBÍLAFLOTINN OKKAR: FINNDU EFTIRLÆTIÐ ÞITT.
BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER-TENGILTVINNBÍLAR.
BMW 2 Series Active Tourer-tengiltvinnbílarnir BMW 225e xDrive og BMW 230e xDrive eru afar eftirsóknarverðir með allt að 80 km drægi á rafmagni og 20,0–17,9 kWh/100 km rafmagnsnotkun (WLTP-prófun).
BMW X1 xDRIVE25e.
BMW X1 xDrive25e-tengiltvinnbíllinn er afar eftirsóknarverður með allt að 52 km drægi á rafmagni og 15,7–15,0 kWh/100 km rafmagnsnotkun (WLTP-prófun).
BMW X3 xDRIVE30e.
BMW X3 xDrive30e-tengiltvinnbíllinn er afar eftirsóknarverður með allt að 43 km drægi á rafmagni og 30,3–25,7 kWh/100 km rafmagnsnotkun (WLTP-prófun).
ALGENGAR SPURNINGAR: MIKILVÆGUSTU SPURNINGARNAR OG SVÖRIN UM BMW-TENGILTVINNBÍLANA.
Hvað er tengiltvinnbíll?
Tengiltvinnbíll sameinar bensínvél, rafmótor og háspennurafhlöðu – og býður því upp á það besta úr tveimur heimum. Með þessu er bæði dregið úr eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Samvinnan á milli þessara tveggja kerfa eykur einnig afkastagetuna og hröðunaraflið.
Eins og nafnið bendir til er hægt að hlaða tengiltvinnbíl úr innstungu, heimahleðslustöð eða hleðslustöð fyrir almenning. Mesta sparneytni tengiltvinnbíls næst með fullhlaðinni rafhlöðu og því ætti hleðslulausn að vera til staðar bæði heima og í vinnunni.
Svo dæmi sé tekið skilar BMW 530e með fullhlaðna rafhlöðu allt að 66 kílómetra drægi í rafdrifnum akstri. Tækniframfarir næstu árin munu auk þess auka drægi á rafmagni í öllum bílum með háspennurafhlöðu. Við endurheimt þýðir þetta að þegar þú tekur fótinn af inngjafarfótstiginu breytist hreyfiorka í raforku sem er flutt í rafhlöðuna – og þannig bætast fleiri kílómetrar við drægið.
Undir slagorðinu „Power of Choice“ býður BMW viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval tengiltvinnbíla og er það gert með ráðnum hug að ýta undir þetta sérlega sparneytna drifkerfi.
Tengiltvinnbíll hentar sérlega vel ökumönnum sem vilja mikinn fjölbreytileika: Annars vegar státar hann af rafdrifi fyrir daglega notkun, s.s. hagkvæmar og sjálfbærar ferðir til og frá vinnu. Fínstillt notkunarmynstur verður til þegar miðlungslangar vegalengdir eru eknar reglulega en þar eru flestir kílómetrar eknir á raforku. Ofan á þetta státar bíllinn svo af hámarksdrægi og sveigjanleika í lengri vegalengdum, t.d. í helgarferðum með fjölskyldunni.Hver er ávinningurinn af tengiltvinnbíl?
Einn af kostunum fyrir ökumann á tengiltvinnbíl er nánast hljóðlaus akstursupplifun, á rafmagni, og aukið hröðunarafl frá rafmótornum.
Margir eigendur tengiltvinnbíla ná að aka meirihluta ferða sinna alfarið á rafmagni. Enda er raunin sú að oftast eru daglegar ferðir styttri en 50 kílómetrar. Þetta leiðir til umtalsverðs sparnaðar í samanburði við bíl með dæmigerðum brunahreyfli (fer eftir raforkugjaldi í hverju tilfelli). Og með tengiltvinnbíl er miklu drægi þess síðarnefnda ekki fórnað. Ef hleðsla eða afkastageta rafhlöðunnar er ekki nægileg er brunahreyfillinn sjálfkrafa gangsettur til að mæta orkuþörfinni.
Í þessum flokki bíla er einnig fjárhagslegur ávinningur í boði (fer eftir löndum): beint í gegnum niðurgreiðslur á rafbílum og óbeint í gegnum hagstæða skatta vegna minni koltvísýringslosunar.Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég hleð tengiltvinnbílinn?
Eins og nafnið bendir til er hægt að hlaða tengiltvinnbíl úr innstungu, heimahleðslustöð eða hleðslustöð fyrir almenning. Þegar þú ert á ferðinni þarftu hleðslusnúru fyrir hleðslu á hleðslustöð (gerð 3), sem fylgir með við afhendingu í Evrópu. Mesta sparneytni tengiltvinnbíls næst með fullhlaðinni rafhlöðu og því ætti hleðslulausn að vera til staðar bæði heima og í vinnunni. Best er að hlaða BMW-tengiltvinnbílinn sem oftast til að þú getir nýtt rafmótorinn til fulls.
Hvaða þættir hafa áhrif á háspennurafhlöðuna í tengiltvinnbílum?
Hitastigið er einn mikilvægur ytri þáttur sem hefur áhrif á afkastagetu og hleðslugetu rafhlöðunnar. Eins og þú kannast líklega við í tengslum við farsímann þinn þá er afkastageta hans takmörkuð við hátt og lágt hitastig. Þess vegna er mikilvægt, ekki síst að vetrarlagi, að “forhita” bílinn við hleðsluna – með öðrum orðum að hita upp rafhlöðuna og innanrýmið. Eða að kæla að sumarlagi. Þetta sparar ekki aðeins orku í ökuferðinni heldur skilar rafhlaða á fínstilltu hitastigi aukinni sparneytni strax í upphafi hennar. Fínstillt kerfi í bílnum þínum draga einnig að stórum hluta úr áhrifum hitastigs. Vissirðu að hleðslugeta rafhlöðunnar veitir einnig upplýsingar um tiltækt drægi? Aðrir þættir en hitastigið sem hafa áhrif á drægið eru tækjabúnaður, t.d. loftkælingin, farmur í bílnum og aksturslag.
Hvað þarf ég að hafa í huga ef ég skil tengiltvinnbílinn eftir kyrrstæðan í lengri tíma?
’Ef þú ætlar ekki að nota bílinn í lengri tíma, svo sem í fríi, eru ýmsar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á endingu rafhlöðunnar. Þegar færi gefst skaltu viðhalda 30 til 50 prósent hleðslu og leggja bílnum á svölum stað eða í skugga á sumrin og geyma hann í bílageymslu á veturna. Auk þess skaltu ekki hafa bílinn tengdan við hleðslustöð ef þú skilur hann eftir kyrrstæðan í langan tíma.
Hvernig fæ ég sem mest út úr tengiltvinnbílnum mínum?
Hybrid-kerfið í BMW-tengiltvinnbílnum horfir ávallt fram á við og notar leiðsögukerfið til að koma þér á sparneytinn hátt á áfangastað. Þú skalt því nota virku leiðsögnina, jafnvel þótt þú ratir á áfangastað. Þú skalt því nota virku leiðsögnina, jafnvel þótt þú ratir á áfangastað. Notkun tiltækrar raforku er hægt að dreifa með snjöllum og sparneytnum hætti, allt eftir leiðinni fram undan, og þannig býðst þér rafdrifinn akstur í borginni og á áfangastað. Í tengiltvinnbíl eru kunnuglegar BMW-akstursstillingarnar gerðar enn betri með HYBRID ECO PRO-akstursstillingunni. Með henni næst fram hámarkssparneytni í tengslum við akstur, þægindi og ljós og loftkælingu. Forward View-aðstoðarkerfið er sérstakur eiginleiki í þessari stillingu. Það birtir þér ábendingar um sparneytnari akstur út frá aðstæðum á sjónlínuskjánum eða á mælaborðinu – það getur t.d. bent þér á að taka fótinn af inngjöfinni ef hraðatakmörkun er framundan. Greining á aksturslagi er annar gagnlegur eiginleiki, en hann greinir sparneytni þíns aksturslags í valmynd bílsins og kemur með gagnlegar ábendingar um sparneytnari akstur. Í nýrri BMW-bílum með hybrid-drifi (t.d. BMW X5 xDrive45e) kemur breytileg endurheimt einnig til aðstoðar þegar þú sleppir inngjafarfótstiginu. Með aðstoð snjallstýringarkerfis sem lagar sig að aðstæðum skiptir bíllinn sjálfur á milli rennslis og endurheimtar. Hvort sem framundan er bíll, hámarkshraði, hringtorg, beygjur eða þéttbýli – kerfið lagar hraðaminnkunina að öllum umferðaraðstæðum. Þannig er hægt að draga úr notkun hemlafótstigsins og gera aksturinn þægilegri – allt á sparneytinn hátt.
*Hafðu í huga að framboð á Connected Drive getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Ef þú þarft frekari upplýsingar skaltu hafa samband við söluaðila BMW.
Eldsneytisnotkun, orkunotkun og losun koltvísýrings.
BMW 230e xDrive Active Tourer:
Fuel consumption in l/100 km (combined): --
CO2 emissions in g/km (combined): --
Power consumption in kWh/100 km (combined): --BMW 3 Series Sedan plug-in hybrids:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.1
CO2 emissions in g/km (combined): 48
Power consumption in kWh/100 km (combined): 16.9BMW 3 Series Touring plug-in hybrids:
Fuel consumption in l/100 km (combined): --
CO2 emissions in g/km (combined): --
Power consumption in kWh/100 km (combined): --BMW 5 Series Sedan plug-in hybrids:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.3–2.0
CO2 emissions in g/km (combined): 53–46
Power consumption in kWh/100 km (combined): 17.6BMW 5 Series Touring plug-in hybrids:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.1–1.9
CO2 emissions in g/km (combined): 47–43
Power consumption in kWh/100 km (combined): 17.6BMW 7 Series Sedan plug-in hybrids:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.8–2.4
CO2 emissions in g/km (combined): 65–56
Power consumption in kWh/100 km (combined): 19.5–17.5BMW X1 xDrive25e:
Fuel consumption in l/100 km (combined): --
CO2 emissions in g/km (combined): --
Power consumption in kWh/100 km (combined): --BMW X2 xDrive25e:
Fuel consumption in l/100 km (combined): --
CO2 emissions in g/km (combined): --
Power consumption in kWh/100 km (combined): --BMW X3 xDrive30e:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.8
CO2 emissions in g/km (combined): 64
Power consumption in kWh/100 km (combined): 18.3BMW X5 xDrive45e:
Fuel consumption in l/100 km (combined): 2.5
CO2 emissions in g/km (combined): 56
Power consumption in kWh/100 km (combined): 25.7The values of fuel consumptions, CO2 emissions and energy consumptions shown were determined according to the European Regulation (EC) 715/2007 in the version applicable at the time of type approval. The figures refer to a vehicle with basic configuration in Germany and the range shown considers optional equipment and the different size of wheels and tires available on the selected model.
The CO2 efficiency specifications are determined according to Directive 1999/94/EC and the European Regulation in its current version applicable. The values shown are based on the fuel consumption, CO2 values and energy consumptions according to the NEDC cycle for the classification.
For further information about the official fuel consumption and the specific CO2 emission of new passenger cars can be taken out of the „handbook of fuel consumption, the CO2 emission and power consumption of new passenger cars“, which is available at all selling points and at https://www.dat.de/angebote/verlagsprodukte/leitfaden-kraftstoffverbrauch.html.