Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
YFIRLIT YFIR BMW X-LÍNUNA.
STUTT SAGA BMW X-LÍNUNNAR.
BMW X-línan sker sig úr með fjölbreyttu úrvali einstakra bíl sem bera dæmigerð einkenni X: Afgerandi, sportlegir, sterkbyggðir og kraftmiklir. Allt þetta ásamt aksturseiginleikum og lipurð sem einkennt hafa BMW frá upphafi.
STUTT SAGA BMW X-LÍNUNNAR.
BMW X-línan sker sig úr með fjölbreyttu úrvali einstakra bíl sem bera dæmigerð einkenni X: Afgerandi, sportlegir, sterkbyggðir og kraftmiklir. Allt þetta ásamt aksturseiginleikum og lipurð sem einkennt hafa BMW frá upphafi.
BMW X1.
BMW X1 er stílhreinn ferðafélagi við allar aðstæður, hvort sem er í borginni, í óbyggðunum eða við sjávarsíðuna. Þetta er ein ástæða þess að bíllinn var mest seldi BMW-bíllinn á heimsvísu árið 2018.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW E84)
Þegar BMW X1 kom á markað árið 2009 tók hann sér fljótt stöðu fremst í flokki lúxussmájeppa. Mikil fjölhæfni skilur bílinn frá öðrum um leið og sportstilling tryggir aksturseiginleika og lipurð við allar aðstæður. Þegar við þetta bætist hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrif er niðurstaðan ótrúlegt grip og aksturseiginleikar, þar sem drifkrafti er dreift með stöðugum hætti til framhjóla og afturöxulsins. Þetta tryggir ánægjulegan akstur öllum stundum. Aðlaðandi hönnunin einkennist af öflugu og þróttmiklu útliti. Þá er gæðainnréttingin römmuð inn með listum í samræmdum lit og ryðfríum stálinnfellingum.
X1 sameinar klassísk BMW-gildi á borð við aksturseiginleika, lipurð og yfirburði í flokki smájeppa.
Framleiðslutímabil: 2009 – 2015
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (85 – 225 kW, 116 – 306 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.454 mm / 1.798 mm / 1.545 mm
ÖNNUR KYNSLÓÐIN.
(BMW F48)
Önnur kynslóð BMW X1 (F48) er með öflugra og sportlegra útlit en forverar sínir, ekki síst vegna innfellinga sem hækka í átt að afturhluta bílsins og hallandi þaklínu. Önnur kynslóðin einkennist af hugvitssamlegri tækni, svo sem sjónlínuskjá eða LED-aðalljósum með sjálfvirkum ljósum sem eru í boði sem aukabúnaður. Ný lína dísil- og bensínvéla með forþjöppu skilar bílnum einstakri blöndu sparneytni og sportlegs útlits. Frá mars 2020 hefur BMW X1 einnig verið í boði sem tengiltvinnbíll. Nú er hann auk þess í boði með framhjóladrifi til viðbótar við lipurt BMW xDrive.
Andlitslyftingin sem önnur kynslóðin fékk 2019 hefur gefið henni enn mikilfenglegra útlit, fyrst og fremst vegna tvískipta grillsins sem nú er greinilegra og breiðari loftinntaka á hliðum framsvuntunnar.
Framleiðslutímabil: 2015 – til dagsins í dag
Vélar: 1,5 – 2,0 lítrar (85 – 170 kW, 116 – 231 hö.), 3 og 4 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.439 – 4.447 mm / 1.821 mm / 1.582 – 1.612 mm
BMW X2.
Samsetning sportbíls og jeppa sem er fyrst og fremst: Einstök. Einstaklega sportlegt yfirbragð BMW X2 og lipurð í akstri eru eftirtektarverð. Falleg gæðainnrétting og ýmsar sniðugar tæknilegar útfærslur undirstrika glæsilegt útlit bílsins.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW F39)
Innblásin hönnunin og snilldarlegar tæknilegar útfærslur bílsins komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2016 þegar hann var kynntur sem hugmyndabíll sem byggður var á X1. Nánast ferkantaðar hjólskálar, ásamt hjólbarðaköntum, sílsalistum og flatri þaklínu, undirstrika geislandi yfirbragð bílsins. Tvískipt grillið breikkar niður og loftinntökin falla mjúklega inn í framhlutann og bera vott um einstakt öryggi.
Nútímalegir vélar með forþjöppu ásamt Steptronic-skiptingu tryggja kraftmikil afköst við allar aðstæður. Með BMW xDrive-aldrifinu eru þægindin tryggð þegar lagt er á ótroðnari slóðir. Hefðbundnir aksturseiginleikar BMW tryggja akstursánægju á hvaða undirlagi sem er. BMW-merkin á C-stoðinni minna á goðsagnakennda BMW-bíla á borð við 2000 CS og 3.0 CSL.
Framleiðslutímabil: 2018 – til dagsins í dag
Vélar: 1,5 – 2,0 lítrar (100 – 170 kW, 136 – 231 hö.), 3 og 4 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.360 mm / 1.824 mm / 1.512 – 1.526 mm
BMW X3.
Jeppi sem skilar sínu hvort sem er í torfærum, í innanbæjarakstri eða á vegum úti: Frá árinu 2003 hefur BMW X3 sýnt hversu miklu máli það skiptir hvernig farið er að því að ná markmiðum. Aksturseiginleikar og gæðainnréttingar gegna þar afgerandi hlutverki.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW E83)
BMW X3 var afhjúpaður á 60. alþjóðlegu IAA-bílasýningunni í Þýskalandi árið 2003. Nýtt hugvitsamlegt BMW xDrive-aldrifið var fyrst tekið í notkun þar, sem bauð upp á samfellda breytilega afldreifingu á milli fram- og afturöxlanna. Annar nýr eiginleiki var sterkbyggð og sportleg hönnun með áberandi framhluta með bi-xenon ljósum þétt upp við tvískipt grillið. Þau voru með einkennandi hringlaga stöðuhemilsljósum sem gera BMW-bíla frá þessum tíma auðþekkjanlega úr fjarlægð – jafnvel í myrkri.
Uppfærsla var kynnt til sögunnar árið 2006 þar sem grillið, afturljósin og framsvuntan var endurhönnuð. Flestar vélarnar voru einnig endurhannaðar og urðu við það mun kraftmeiri en um leið sparneytnari.
Framleiðslutímabil: 2003 – 2010
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (105 – 210 kW, 143 – 286 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.565 mm / 1.853 mm / 1.674 mm
ÖNNUR KYNSLÓÐIN.
(BMW F25)
Að lokinni sex ára velgengni var boðið upp á fullkomlega endurhannaðan arftaka fyrri gerðar. Hér fór öruggur og þægilegur jeppi sem bauð upp á fjölmargar nýjungar. Sem dæmi má nefna rafstýrða dempara sem löguðu sig sjálfvirkt að undirlaginu. Eða stöðugleikastýringu sem stillti demparana, viðbragð vélarinnar, gírskiptingar og næmi stýrikerfisins og rafræna stöðugleikakerfisins að óskum ökumannsins. Fjölbreytt úrval akstursaðstoðarkerfa, á borð við akreinaskynjara og sjónlínuskjá, bauð upp á algjörlega nýja akstursupplifun án þess að fórna þyrfti gildum BMW.
2014-uppfærslunni fylgdi ný hönnun á aðalljósum og stefnuljós í hliðarspeglum. Henni fylgdi einnig meira króm, hefðbundið leðurstýri og mun fleiri aukabúnaðar- og aukahlutakostir til að sérsníða BMW X3.
Framleiðslutímabil: 2010 – 2017
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (105 – 230 kW, 143 – 313 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.648 mm / 1.881 mm / 1.661 mm
ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN.
(BMW G01)
Þriðja kynslóð bílsins kom á markað árið 2017. Þrátt fyrir að hann væri örlítið stærri tókst hönnuðunum að draga verulega úr þyngd bílsins og bæta þannig snerpuna verulega. Aðalljósin, grillið og afturljósin undirstrika breidd bílsins að aftan og að framan. BMW X3 geislar af sportlegu öryggi með breiðara tvískiptu grilli samanborið við fyrirrennarann og loftinntaksopum. Kraftalegt ytra byrðið gefur vísbendingu um aflið sem leynist undir því. Bendistjórnun tryggir þægilega notkun akstursaðstoðarkerfanna í nútímalegu ökumannsrýminu. Þessi gerð uppfyllir fremstu staðla, til dæmis með því að taka sjálfvirkt fram úr. Sportleg hönnun undirvagnsins, gírskiptingarinnar og vélarinnar tryggir að akstursánægjan er alltaf í fyrirrúmi. Og að sjálfsögðu fæst X3 með BMW xDrive-aldrifinu. Þess vegna er þessi bíll alltaf rétti valkosturinn, fyrir þéttbýli jafnt sem torfærur.
Framleiðslutímabil: 2017 – til dagsins í dag
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (110 – 210 kW, 150 – 286 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.708 – 4.734 mm / 1.891 – 1.897 mm / 1.667 – 1.676 mm
BMW X4.
Samruni X-einkenna og lína sportbílsins – á þennan hátt sameinar BMW X4 fegurð og kraft. Vélar með allt að þriggja lítra slagrými uppfylla nákvæmlega þær væntingar sem ytra útlit bílsins skapar.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW F26)
Árið 2014 var komið að þessu: BMW kynnti til sögunnar sportbíl í flokki meðalstórra bíla. Tæknilega séð byggði hann á grunni BMW X3 og skaraði fram úr þökk sé sveigðri þaklínu ásamt tvöföldum hjólabarðaköntum, sem undirstrikuðu sportlegt útlit bílsins jafnvel þegar horft var á hann frá hlið. Fram- og afturhlutar undirstrikuðu einnig breidd bílsins: Flatt tvískipt grillið að framan og ílöng aðalljósin og afturljósin kölluðu fram réttar áherslur.
Fjölbreytt úrval sparneytinna og öflugra véla þýddi að akstursupplifun í BMW X4 einkenndist af lipurð og krafti við allar aðstæður. Aldrif sem staðalbúnaður tryggði einstaka aksturseiginleika óháð undirlagi.
Framleiðslutímabil: 2014 – 2018
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (135 – 225 kW, 184 – 306 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.671 mm / 1.881 mm / 1.664 mm
ÖNNUR KYNSLÓÐIN.
(BMW G02)
Sportlegur glæsileiki BMW X4 kemur enn skýrar fram með annarri kynslóðinni. Sterkbyggðar hjólskálar og mikil sporvídd ásamt sportbílsþaklínu undirstrika hefðbundna eiginleika X-bílanna: afl, yfirburði og sportlega upplifun. Mjó LED-afturljósin breikka afturendann sjónrænt, eins og línan sem er hækkuð yfir aurbrettin að aftan. Framhliðin einkennist af tvískiptu grillinu með mjóum LED-aðalljósum sem gefa bílnum sportlegt og rennilegt útlit.
BMW xDrive-aldrifskerfið er staðalbúnaður sem skilar óviðjafnanlegum aksturseiginleikum ásamt 8-þrepa sjálfskiptingunni, sem er einnig fáanleg með öllum BMW X4-vélum. Bíllinn býður einnig upp á stærri snertiskjái, bendistjórnun og nútímaleg akstursaðstoðarkerfi.
Framleiðslutímabil: 2018 – til dagsins í dag
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (135 – 210 kW, 184 – 286 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.733 – 4.758 mm / 1.918 – 1.938 mm / 1.618 – 1.621 mm
BMW X5.
Þegar X5 kom á markað árið 1999 hélt BMW inn á ókunn svæði í orðsins fyllstu merkingu. Allt frá upphafi sameinaði bíllinn fágun, glæsileika og sportlega eiginleika, sem hefur skilað honum stöðu á meðal þeirra bestu í flokki sambærilegra bíla upp frá því.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW E53)
Í lok árs 1999 kynnti BMW til sögunnar byltingakennda nýjung: Fyrsta jeppann sinn. Jeppa með hefðbundið aldrif sem sameinaði einstaka hönnun, sportlega eiginleika og þægindi. Hér fór fyrsta flokks jeppi með lipurð BMW-bílsins, ekki síst vegna framúrskarandi stillinga á undirvagni og öflugra véla með sex eða átta strokkum.
Andlitslyfting árið 2003 skilaði fallegri bíl með endurhönnuðu tvískiptu grilli og tæknilegum umbótum í formi nýs BMW xDrive. Talsvert betra grip og hraðara viðbragð þýddu að bíllinn hafði enn betri stýringu og aksturseiginleika. Frá árinu 2004 hefur BMW X5 4.8is verið öflugasta átta strokka vélin sem í boði hefur verið, með sitt 4,8 lítra slagrými og 265 kW (360 hö.) afköst. Yfir 500.000 E53-bílar hafa verið framleiddir.
Framleiðslutímabil: 1999 – 2006
Vélar: 3,0 – 4,8 lítrar (135 – 265 kW, 184 – 360 hö.), 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.667 mm / 1.872 – 1.925 mm / 1.707 – 1.715 mm
ÖNNUR KYNSLÓÐIN.
(BMW E70)
Árið 2006 sýndi BMW hvernig hægt er að gera árangursríka hugmynd enn betri. Arftaki BMW X5 bauð upp á tæknilegar nýjungar eins og sjálfvirka drifstillingu, sem dregur úr veltu og stillir höggdeyfana sjálfvirkt. Endurhönnun á atriðum á borð við hjólskálar skilar sportlegri og liprari bíl. Aðalljósin eru með innbyggð, hringlaga stöðuhemilsljós og lágljós, sem gera það að verkum að samstundis má greina að um sé að ræða BMW, jafnvel í ljósaskiptum eða myrkri. Þriðja sætaröð (aukabúnaður) þýðir að farþegar í aftursætum geta verið allt að sex, ef þörf krefur.
Við 2010-uppfærsluna fékk X5 LED-aðalljós og vélaúrvalið var algjörlega tekið í gegn. Akstursaðstoðarkerfum fjölgar með upplýsingum um hraðatakmarkanir, sjálfvirkum hraðastilli og hliðarsýn: Myndavélar á hliðum bílsins veita enn betra útsýni.
Framleiðslutímabil: 2006 – 2013
Vélar: 3,0 – 4,8 lítrar (173 – 300 kW, 235 – 408 hö.), 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.854 mm / 1.933 mm / 1.739 mm
ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN.
(BMW F15)
Endurbætur á straumlínulögun þriðju kynslóðar þessa vinsæla jeppa fanga athyglina samstundis. Vönduð loftinntakskerfi í framsvuntunni og loftunarop á bak við framhjólin vinna gegn hreyfingum í fremri hjólaskálunum. Þetta dregur ekki aðeins úr viðnámi heldur gefur það BMW X5 líka sportlegt yfirbragð. Samræmd hlutföllin skapa fágað útlit, yfirburði og lipurð.
Innanrýmið er glæsilegt, með stemningslýsingu, og klætt vönduðum efnum á borð við leður með tvöföldum saumum. Endurhönnun iDrive-snertistjórnunar þýðir að ekkert mál er að stjórna umfangsmiklum akstursaðstoðarkerfunum. Þar er meðal annars að finna hraðastilli með umferðarteppuaðstoð og LED-ljóskastara sem lýsa upp fólk og dýr að nóttu til þannig að nætursýnin eigi auðvelt með að greina þau í myrkrinu.
Framleiðslutímabil: 2013 – 2018
Vélar: 2,0 – 4,4 lítrar (160 – 330 kW, 218 – 450 hö.), 4, 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.880 – 4.886 mm / 1.938 – 1.985 mm / 1.717 – 1.762 mm
FJÓRÐA KYNSLÓÐIN.
(BMW G05)
Málin eru umtalsvert meiri og stækkað, tilkomumikið tvískipt grillið sem nú er í einum hluta sýnir að enn hefur verið bætt við yfirburði og útgeislun BMW X5. LED-aðalljósin ganga ekki lengur inn í grillið. Þau er aftur á móti hægt að fá afhent með leysigeislabúnaði fyrir enn betri lýsingu. Stafrænt Live Professional-ökumannsrými kastar fyrir róða hefðbundnum hraðamæli og snúningsmæli og gefur þér þess í stað færi á að sérsníða viðmótið. Hægt er að gefa skipanir með bendistjórnun og raddstýringu. Akstursaðstoðarkerfin styðja ökumanninn við hættulegar aðstæður, til dæmis þegar verið er að hemla.
Torfærupakki BMW X5 býður upp á fjórar akstursstillingar fyrir mismunandi undirlag. Þetta tryggir fullkomna akstursupplifun við allar aðstæður. Sparneytnar og kraftmiklar vélar og stillanlegur undirvagn tryggja snerpu og sveigjanleika.
Framleiðslutímabil: 2018 – til dagsins í dag
Vélar: 2,0 – 4,4 lítrar (170 – 340 kW, 231 – 462 hö.), 4, 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.922 – 4.938 mm / 2.004 – 2.015 mm / 1.745 – 1.747 mm
BMW X6.
Hér fór kraftmikill bíll með innanrými sem geislaði af fágun og lúxus: Við erum að tala um BMW X6, fyrsta sportjeppann frá BMW. Hönnunin undirstrikar öfluga aksturseiginleika sem standast allan samanburð.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW E71)
Árið 2008 birtist bíll á götunum sem ekki var auðvelt að flokka: Var þetta sportbíll? Var þetta jeppi? Hann var hvorugt, þrátt fyrir að sameina bestu eiginleika beggja flokka. Þetta var bíll fyrir sjálfstæða einstaklinga sem kunna að meta afköst og akstursgetu: BMW X6 var með 6 og 8 strokka vélar og bauð upp mikið afl sem dreifðist fullkomlega með sjálfvirkri afkastastýringu. Sjálfvirka afkastastýringin og xDrive-aldrifið, juku nákvæmni í stýri, rásfestu og grip þar sem hægt var að dreifa togkraftinum með stöðugum hætti til hvers hjóls fyrir sig.
Sportlegir hliðarlistar gáfu bílnum slétt útlit á meðan að mjó aðalljósin og tvískipt grillið juku tilfinningu fyrir breidd að framan: Hönnun BMW X6 var einnig einstök.
Árið 2012 fór útlitið í gegnum lágstemmdar endurbætur. Hringlaga stöðuhemilsljósin fengust nú sem LED. Úrval aukabúnaðar var stóraukið: Til dæmis upphækkun á miðri vélarhlíf.
Framleiðslutímabil: 2008 – 2014
Vélar: 3,0 – 4,4 lítrar (173 – 300 kW, 235 – 408 hö.), 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.876 – 4.877 mm / 1.983 mm / 1.684 – 1.690 mm
ÖNNUR KYNSLÓÐIN.
(BMW F16)
Arftaki E71 skerpti verulega á einstöku útliti sínu. Aðalljósin voru dregin upp að tvískiptu grillinu til að undirstrika breiddina og framhlutinn var gerður enn brattari. Einnig voru afturljósin breikkuð. Tvöfaldur kanturinn á hliðunum var gerður fyrir augað. Í innanrýminu voru notuð hágæðaefni, mælar höfðu verið endurhannaðir frá grunni og boðið var upp á stemmningslýsingu með litastillingu. Straumspilun bauð upp á nánast ótakmarkað magn af tónlist og öðru efni.
Endurhannaðar vélarnar skiluðu meira afli samhliða því að vera sparneytnari. Auk þess sem xDrive-aldrifið og 8-þrepa sjálfskiptingin tryggðu gott viðbrag og lipurð.
Framleiðslutímabil: 2014 – 2019
Vélar: 3,0 – 4,4 lítrar (190 – 330 kW, 258 – 450 hö.), 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.909 mm / 1.989 mm / 1.689 – 1.702 mm
ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN.
(BMW G06)
Tvískipt grillið kallar fram svipmikið útlit bílsins sem og stór loftinntökin á hliðunum og fyrir neðan grillið. Ljósaumgjörð og leysigeislalýsing (aukabúnaður) aðalljósanna tryggja að bíllinn þekkist hvar sem er, óháð birtuskilyrðum. Vélar, akstursaðstoðarkerfi og xDrive-aldrifið (staðalbúnaður) ábyrgjast óviðjafnanlega aksturseiginleika.
Hvað lúxusaukabúnað varðar þá má nefna aukaglasahaldara með hitastýringu fyrir bæði heita og kalda drykki og Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi með 20 hátölurum. Með BMW X6 kemstu ekki aðeins hratt og örugglega þangað sem förinni er heitið heldur verður ferðin einnig eins þægileg og hugsast getur.
Framleiðslutímabil: 2019 – til dagsins í dag
Vélar: 2,0 – 3,0 lítrar (195 – 250 kW, 265 – 340 hö.), 4 og 6 strokka
Lengd/breidd/hæð: 4.935 – 4.948 mm / 2.004 – 2.019 mm / 1.693 – 1.697 mm
BMW X7.
Lúxus, glæsileiki og kraftmikil akstursupplifun – BMW X7-lúxusjeppinn setur markið enn hærra. Sjö sæta bíll sem býður upp á lipra aksturseiginleika, fágun og fjölbreytt úrval aukabúnaðar: Allt frá akstursaðstoðarkerfum til efna og aukabúnaðar sem auka þægindi.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW G07)
Þessi stærsti jeppi sem BMW hefur smíðað er léttur og lipur í útliti, þökk sé lágstemmdri nálgun í hönnun og stíl. Hefðbundnir eiginleikar BMW eru í heiðri hafðir í þessum sportlega, lipra og trausta bíl, en um leið eru þeir endurskilgreindir. Tveggja spyrnu fjöðrun að framan og fimm arma öxull að aftan, xDrive-aldrif og 8-þrepa sjálfskipting skila akstursþægindum og öflugum aksturseiginleikum sem eru einstök í flokki sambærilegra bíla.
Í innanrými hefur ökumaðurinn allar viðeigandi upplýsingar, auk þess sem viðkomandi getur stjórnað ýmsum aðgerðum og fyrsta flokks akstursaðstoðarkerfum á tveimur 12,3 tommu skjám, á meðan tveir skjáir við aftursæti bjóða upp á afþreyingu. Í þakinu er þakgluggi staðalbúnaður, með 15.000 lituðum ljóspunktum sem birtast þegar birtu tekur að bregða.
BMW X7 er hægt að sérsníða á ýmsa vegu. Möguleikarnir eru óendanlegir, hvort sem óskað er eftir Merino-leðri með áherslusaumi eða sanseruðu lakki.
Framleiðslutímabil: 2019 – til dagsins í dag
Vélar: 3,0 – 4,4 lítrar (195 – 340 kW, 265 – 462 hö.), 6 og 8 strokka
Lengd/breidd/hæð: 5.151 – 5.165 mm / 2.000 mm / 1.805 mm
BMW iX3.
Fyrsti rafknúni BMW-jeppinn sameinar þekktan styrkleika X3, aksturseiginleika hans og framúrskarandi gæði, og kosti BMW eDrive: Afköst og sparneytni. Þessu utan er nútímalegt og lágstemmt útlit bílsins afar aðlaðandi
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW G08-RAFBÍLL)
Rafknúinn BMW X3 var fyrst kynntur til sögunnar sem hugmyndabíll í apríl 2018, en fór svo í almenna sölu á fyrri hluta ársins 2021. Með fimmtu kynslóð af eDrive-tækni BMW er boðið upp á öflug 286 hestöfl og 400 Nm tog um leið og tekið er af stað. Þetta, ásamt hugvitssamlega stilltum undirvagni, tryggir að þú munt njóta óviðjafnanlegar akstursupplifunar, jafnvel í lengri ferðalögum: Drægið (WLTP-prófun) er ríflega 450 kílómetrar, og þar er ekki síst að þakka endurheimtarkerfinu.
Innanrými bílsins er einnig tilkomumikið: Nútímalegt og glæsilegt andrúmsloft rennur saman við BMW Live-ökumannsrýmið og lítil hönnunaratriði á borð við bláa gangsetningarhnappinn. BMW iX3 ræður jafnt við innanbæjaraksturinn sem torfærari leiðir.
Framleiðslutímabil: 2021 – til dagsins í dag
Vélar: Rafmótor (210 kW, 286 hö.)
Lengd/breidd/hæð: 4.734 mm / 1.891 mm / 1.668 mm
BMW iX.
BMW iX er fyrsti rafjeppinn frá BMW með aldrifi og hefur upp á að bjóða lúxus og lágstemmda fágun ásamt nýjustu vélatækni. Hámarksþægindi sameinast hér heilsteyptri hönnun og einstakri tilfinningu fyrir auknu rými: Ökutæki nýrrar kynslóðar.
FYRSTA KYNSLÓÐIN.
(BMW i20)
Framhluti BMW iX er jafnábúðarmikill í útliti og aðrir hlutar bílsins: Afar mjó framljós skapa mótvægi við stórt tvískipt grillið, sem hylur ógrynni hvers kyns skynjara. Að auki einkennist bíllinn af stílhreinni og samfelldri straumlínulögun með innfelldum hurðarhúnum og tærri og einkennandi hönnun.
Bíllinn skarar fram úr í tæknilegri nákvæmni, framsækni og hversdagslegu notagildi með tilkomumiklu drægi sem nemur 600* km (WLTP-prófun) og heildarafköstum sem nema 370* kW (500* hö.) þökk sé fimmtu kynslóð BMW eDrive-tækninnar.
Innanrými iX býður upp á áður óþekkta upplifun með kunnuglegum BMW-eiginleikum á borð við þægindi, nýjungar og sportlegt yfirbragð. Lagst hefur verið í umfangsmikla endurhönnun á iDrive og markar það rökrétta þróun í átt að einfaldri og náttúrulegri stjórnun. Upplýsingar eru birtar á skjám sem sveigjast í átt að ökumanni eða er varpað á sjónlínuskjá á framrúðunni. Umfangsmikil akstursaðstoðarkerfin tryggja þægilega og örugga akstursupplifun. BMW iX er fyrsta flokks rafknúinn jeppi sem hugsaður er með framtíðina í huga.
Framleiðslutímabil: frá árslokum 2021
Vélar*: Rafmótor (yfir 370 kW, 500 hö.)
Lengd/breidd/hæð*: 4.953 mm / 1.967 mm / 1.695 – 1.696 mm
*áætluð gildi
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
- Disclaimer reference invalid
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
BMW X1-tengiltvinnbíll:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9-2,1
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 43-48BMW X3-tengiltvinnbíll:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,8
Losun koltvísýrings í g/km frá (blandaður akstur): 64BMW X5-tengiltvinnbíll:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,5
Losun koltvísýrings í g/km frá (blandaður akstur): 56BMW iX(1):
Orkunotkun í kWh/100 km: innan við 21
Rafmagnsdrægi í km: yfir 600Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.
Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.