BMW 5series Touring G31LCI-lögreglubíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri í göngum

BMW-ÖKUTÆKI FYRIR VIÐBRAGÐSAÐILA.

Fyrstu á vettvang.

Viðbragðsaðilar krefjast sérhannaðra ökutækja sem eru bæði kraftmikil og sparneytin, sem og sveigjanleg og áreiðanleg, hvort sem er við hefðbundinn akstur eða í útköllum. Í yfir 60 ár hefur BMW unnið með yfirvöldum um heim allan að þróun ökutækja sem uppfylla ströngustu kröfur.

Lesa meira
BMW-ÖKUTÆKI FYRIR VIÐBRAGÐSAÐILA.Fyrstu á vettvang.

ÖKUTÆKJALÍNAN.

Ávallt til þjónustu reiðubúin.

Sjúkraflutningafólk, slökkvilið, einkennisklæddir og óeinkennisklæddir lögregluþjónar og aðrir viðbragðsaðilar eiga eitt sameiginlegt: vinnan þeirra krefst hámarksafkasta við erfiðar aðstæður. Ökutækin skipta þar mestu máli. BMW-ökutæki fyrir viðbragðsaðila, frá BMW 1-línunni, BMW 2-línunni, Gran Tourer, 3-línunni, 5-línunni og 7-línunni til BMW X1-, X3- og X5-gerðanna, eru sérstaklega þróuð og framleidd í samvinnu við yfirvöld um heim allan.

Lesa meira
BMW Authority Vehicle-lína G01 F48 G11 G21 G31 F46, skásett sjónarhorn á framhlið í kyrrstöðu

BMW 1.

Ómerktur BMW 1 F40-bíll fyrir viðbragðsaðila með blá blikkandi ljós, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri

BMW 1 býður upp á einstaklega rúmgott innanrými í fyrirferðalítilli yfirbyggingu. Sparneytnar vélar og nýjasta undirvagnstækni tryggja mikinn kraft og stöðugleika um leið og háþróuð akstursaðstoðarkerfi tryggja öryggi þeirra sem í bílnum sitja. Bíllinn er búinn BMW xDrive-aldrifi sem skilar honum leikandi létt í gegnum erfiðar akstursaðstæður. BMW Live-ökumannsrýmið og BMW-sjónlínuskjárinn, sem er í boði sem aukabúnaður, tryggja að allar mikilvægar upplýsingar eru til staðar þegar á þarf að halda.

BMW 2 GRAN TOURER.

BMW 2er Gran Tourer F48LCI2-útkallsbíll fyrir lækna, skásett sjónarhorn á framhlið í innanbæjarakstri

BMW 2 Gran Tourer sameinar áreiðanleika og fjölhæfni eins og finna má í bæði stjórnun og innanrými. Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið skilar honum leikandi létt í gegnum erfiðustu akstursaðstæður. Há seta og BMW-sjónlínuskjárinn tryggja að ökumaður hefur þær upplýsingar fyrir augunum sem á þarf að halda. Stórar dyr og hátt þak auðvelda inngöngu. Þess utan býður farangursrýmið upp á hámarkssveigjanleika, allt að 1905 lítra rými og gólf sem ber allt að 420 kg.

BMW 3.

BMW 3 Series Touring G21-slökkviliðsbíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri

BMW 3-línan sameinar einstaka lipurð og notagildi. Þar skiptir mestu undirvagn með fínstillta dreifingu öxulþunga og afturhjóladrif. Hugvitsamlegt BMW xDrive-aldrifið tryggir betra grip og rásfestu. Nýir tengiltvinnbílar sameina rafknúna aflrás og kraftmiklar vélar. Hægt er að aka hljóðlaust án útblásturs eða með meiri krafti, allt eftir valinni akstursstillingu. Eiginleikar, á borð opnanlega afturglugga, gera BMW 3 að hagnýtum bíl fyrir viðbragðsaðila.

BMW 5.

BMW 5 Series Touring G31LCI-lögreglubíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri í göngum

Starfsfólk viðbragðsaðila nýtur ávinnings einstakra gæða BMW 5-línunnar. Þar má nefna BMW TwinPower Turbo-dísilvélarnar og tengiltvinnbílana sem eru með þeim bestu í flokki sambærilegra bíla. Við krefjandi vinnuaðstæður er heldur hvergi betra að vera en í ökumannsrými BMW 5. Enn fremur auðveldar sjálfvirkt stýri stjórn bílsins um leið og það eykur stöðugleika hans. BMW 5 Touring býður upp á enn meiri sveigjanleika með meira farangursrými en gengur og gerist og miklum farmþunga.

BMW 7.

BMW 7 Series G12-lögreglufylgdarbíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri á vegi

BMW býður upp á aukabúnað fyrir BMW 7-línuna sem tryggir að bílarnar eru alltaf til taks, jafnvel sem lögreglufylgdarbílar fyrir opinbera viðburði eða við leynilegar rannsóknir. Sérkröfur fyrir slíka bíla er teknar með í þróunarfasa fjöldaframleiddu bílanna sem býður upp á hugvitsamlega samþættingu sérbúnaðar þannig að lítið beri á honum. Nýjar og vistvænar tengiltvinnbílaaflrásir sameina það besta úr heimi vélknúinna og rafknúinna aflrása.

BMW X.

Til þjónustu reiðubúinn, alls staðar.

Kynntu þér kosti BMW X-línunnar: Hærri seta, hámarksgrip og sparneytnar vélar BMW X tryggja að hann er tilbúinn til að takast á við hvað sem er.

Lesa meira
BMW X3 G01LCI-útkallsbíll fyrir lækna, skásett sjónarhorn á framhlið í kyrrstöðu

BMW X1.

BMW X1 F48LCI-slökkviliðsbíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri

BMW X1 er fáanlegur með nútímalegri fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél eða dísilvélum sem sameina afköst og sparneytni. Lág þyngdarmiðja og hárnákvæm dreifing öxulþunga tryggja einstaka lipurð, óháð því hvort valin er sDrive-gerð með afturhjóladrifi eða xDrive-gerð með aldrifi. Há seta og BMW-sjónlínuskjár tryggja einstaka yfirsýn við hvers kyns aðstæður. Rúmgott innanrými og skipt aftursæti tryggja að bíllinn tilbúinn í hvað sem er.

BMW X3.

BMW X3 G01LCI-útkallsbíll fyrir lækna, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri

BMW X3 er einstaklega fjölhæfur bíll sem hannaður er fyrir krefjandi verkefni, jafnvel á torfæru undirlagi. Ný tækni, á borð við hugvitsamlegt BMW xDrive, veitir stuðning við allar aðstæður. BMW EfficientDynamics-tækni og tengiltvinnbílaaflrásir skila auknum afköstum um leið og dregið er úr eldsneytisnotkun. Flöt gluggalína og hærri seta bjóða upp á frábæra yfirsýn um leið og sjálfvirk loftræsting í sætum tryggir aukin þægindi fyrir þau sem í sætunum sitja.

BMW X5.

BMW X5 G05-útkallsbíll fyrir lækna, skásett sjónarhorn á framhlið í kyrrstöðu

BMW X5 býður upp á mikil afköst óháð undirlagi með BMW TwinPower Turbo-vélum og BMW xDrive. Torfærustillingar veita enn meiri aðlögun að akstursaðstæðum hverju sinni. Í tengiltvinnbílnum sameinast síðan sjálfbærni og kraftur. Nýjustu akstursaðstoðarkerfi og hnökralaus nettenging skila sér í einstökum þægindum og hámarksöryggi. Í viðbragðsaðilaútfærslu er BMW X5 búinn stærsta farangursrými og mesta farmþunga sem völ er á.

BMW MOTORRAD.

BMW R1250RT-lögreglumótorhjól, horft á framhlið í akstri yfir brú

BMW Motorrad er fallegt mótorhjól sem uppfyllir ströngustu kröfur um sveigjanleika, lipurð í akstri, tækni og kraft. Í því vinna háþróaðir öryggisíhlutir með fyrsta flokks mýkt, þægindum við langan akstur og einstöku afli í einstökum samhljómi, sem er sérstaklega mikilvægt þegar unnið er við lögreglustörf og björgunarstörf. Sérhannaður búnaður fyrir viðbragðsaðila fullkomnar heildræna hönnunina.

SÉRHÖNNUN FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR.

BMW 5 Series Touring G31LCI-lögreglubíll, skásett sjónarhorn á hlið í kyrrstöðu

LÖGREGLUBÍLAR.

Starf lögreglunnar felur í sér sérstaka áskorun. Dagleg notkun og mikill akstur kalla fram hið sanna eðli BMW-ökutækja fyrir viðbragðsaðila: mikill áreiðanleiki og afköst með framúrskarandi sparneytni og löngum tíma á milli viðhaldsskoðana. Þetta skilar sér í að kaup á BMW-ökutækjum fyrir viðbragðsaðila eru fljót að svara kostnaði.
BMW X1 F48LCI-slökkviliðsbíll, skásett sjónarhorn á framhlið í kyrrstöðu

SLÖKKVILIÐSBÍLAR.

Eldsvoðar, umferðarslys, stormar og margt fleira – slökkviliðið er alltaf á ferðinni, að hjálpa fólki úti um allt. Forgangsatriðin hér eru afköst, öryggi og áreiðanleiki. BMW-ökutæki fyrir viðbragðsaðila eru vel útbúin fyrir slíka starfsemi og geta tekist á við hvaða áskorun sem er.
BMW X3 G01LCI-útkallsbíll fyrir lækna, skásett sjónarhorn á framhlið í kyrrstöðu

SJÚKRABÍLL.

Oft vega sekúndurnar þungt þegar bjarga þarf mannslífi. Þetta þýðir að viðkomandi viðbragðsaðilar krefjast mikils af ökutækjum sínum, að þau séu áreiðanleg, örugg og hraðskreið. BMW uppfyllir þessar kröfur að öllu leyti: með því að nota nýjustu öryggiskerfin er viðbragðsaðilum gert kleift að svara kalli á stysta mögulega tíma.
BMW X5 VR6 G05LCI-öryggisfylgdarbíll, frá hlið í akstri

BMW-ÖRYGGISFYLGDARBÍLAR.

BMW hefur þróað og framleitt öryggisfylgdarbíla í meira en 40 ár. Þetta tryggir að öryggið er byggt vinnu eins aðila og að samþætting öryggisbúnaðar sé tekin með í reikninginn við hönnun bílsins fyrir almennan markað. Það tryggir bestu mögulegu vernd.

NÝJUNGAR OG TÆKNI.

FYRSTA FLOKKS TÆKNI.

Nýjungar á borð við BMW ConnectedDrive auðvelda erfiðustu störf. BMW EfficientDynamics tryggir að rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki um leið og hugað er að umhverfinu.

Lesa meira
Vélarhlíf yfir BMW TwinPower Turbo í tengiltvinnbíl

HJARTA BMW EFFICIENT DYNAMICS.

BMW TwinPower Turbo-bensínvélar og dísilvélar skila kraftmiklum afköstum og frábæru viðbragði, jafnvel við hægan snúningshraða. Um leið eru vélarnar sparneytnar og losa lítinn útblástur. Bensínvélarnar eru búnar nýrri forþjöpputækni, Valvetronic-kerfi með tvöfaldri VANOS-tímastillingu ventla og hárnákvæmri innspýtingu. Forþjöppur með VVT-forþjöppu er einnig notaðar í dísilvélarnar. Þegar við þetta bætist nýjasta kynslóð beinnar „common rail“-innspýtingar er niðurstaðan betri bruni.

Lesa meira
BMW X3 G01LCI PHEV-útkallsbíll fyrir lækna, opið hleðslutengi

RAFDRIFINN AKSTUR FRÁ BMW.

BMW-tengiltvinnbílarnir nota bæði bensínvél og rafmótor sem tryggir hámarks sveigjanleika og gerir þá einkar hentuga fyrir mismunandi einstaklingsbundnar þarfir við dagleg störf. Hægt er að aka allt að 70 km á rafmagni án útblásturs, allt eftir gerð. Þegar eknar eru lengri ferðir og aka þarf hratt grípur kraftmikil vélin inn í.


Árið 2022 mun BMW setja á markað tvö alrafknúin BMW-ökutæki fyrir viðbragðsaðila.

Lesa meira
BMW PHEV xDrive-undirvagn

GRUNNUR AÐ ÞÆGINDUM OG KRAFTI.

BMW býður upp á fullkominn undirvagn fyrir allar aðstæður:
 

  • BMW xDrive dreifir aflinu á milli hjólanna.
  • Framhjóladrif býður upp á rúmgott innanrými.
  • Sjálfvirkt stýri auðveldar stjórn bílsins og eykur lipurð, stöðugleika og þægindi.
  • Sjálfvirk fjöðrun stillir demparana sjálfkrafa eftir aðstæðum.
  • DSC-stöðugleikastýring tryggir stöðugleika bílsins.
  • Hallastýring veitir stuðning þegar ekið er niður halla.
  • Sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun býður upp á einstaklega þægilegan en jafnframt kraftmikinn akstur óháð farmþunga.
Lesa meira
BMW X3 G01, tæknileg teikning

MINNI ÚTBLÁSTUR. AUKIN ÁNÆGJA Í AKSTRI.

BMW EfficientDynamics er tæknipakki sem inniheldur aflrásina um leið og hann er hjarta bílsins sem stýrir hugvitsamlegri orkustjórnun hans. Tæknipakkinn er í boði sem staðalbúnaður í öllum BMW-bílum og inniheldur hugvitsamlega tækni sem stuðlar að enn meiri sparneytni. BMW hefur tekist að draga verulega úr koltvísýringslosun bílanna sinna með aukinni sparneytni, rafvæðingu, léttri smíði og aukinni straumlínulögun í hönnun.

Lesa meira

GÓÐ GEN EX VIRKA.

Snjallar lausnir fyrir ökutæki fyrir viðbragðsaðila. Greinilega BMW.

Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að nota BMW-ökutæki fyrir viðbragðsaðila: „Góð gen“ – grunnur fyrir uppfærslu, snjallar ConnectedDrive-lausnir, samþætta þróun og langa reynslu.
BMW 7 Series G12LCI-öryggisbíll, skásett sjónarhorn á framhlið í akstri

Snjallar lausnir.

BMW þróar ökutæki fyrir viðbragðsaðila samhliða viðkomandi ökutæki fyrir almennan markað. Áratuga samband BMW við viðskiptavini sína gerir fyrirtækinu kleift að nýta reynslu frá fyrstu hendi til að framleiða sérhannaðar lausnir. Fjölbreytt úrval ökutækja gerir öllum viðskiptavinum kleift að finna það rétta fyrir sig.

Uppsetning merkjabúnaðar

Góð gen.

„Góð gen“ – heiti BMW yfir samþættan búnað fyrir ökutæki fyrir viðbragðsaðila. Hann er þróaður um leið og grunngerð ökutækisins og settur upp á framleiðslulínunni, samkvæmt þeim gæðastöðlum sem BMW er þekkt fyrir. Þessi búnaður er einnig ákjósanlegur grunnur fyrir notadrjúga og hagkvæma uppfærslu.

BMW-mælaskjár í tengiltvinnbíl með leiðsögn

BMW ConnectedDrive.

BMW ConnectedDrive býður upp á stílhreinan stuðning í erfiðum verkefnum. Leiðsögukerfið býður upp á auknar upplýsingar. Hægt er að slökkva á staðsetningu bílsins til að ekki sé hægt að greina hana. BMW-flotastjórnunarlausnir veita tímanlegar upplýsingar um viðhaldstímabil, ástand og ekna kílómetra.

EINSTAKLINGSEÐLI OG FJÖLBREYTILEIKI.

Fjölbreytt úrval aukabúnaðar er í boði til að uppfylla sérstakar kröfur hvers og eins. Hvort sem um er að ræða merkjakerfi, öryggisbúnað, áreiðanleika og samskipti eða rekstur og líkamlegan aðbúnað.
Ómerktur BMW 7 SERIES G12LCI-bíll fyrir viðbragðsaðila, frá hlið í kyrrstöðu með snúningsljós uppsett
Snúningsljós á þak

Snúningsljós.

Snúningsljós á þaki.

Movia SL-blikkljós með geymslufestingu

Movia SL-blikkljós með segli.

Movia SL-blikkljós með segli með geymslufestingu á ökumannssæti.

Snúningsljós í farangursrými

Festing fyrir snúningsljós.

Festing fyrir snúningsljós í farangursrými.

Sjálfvirkur stöðvunarmerkisbúnaður í afturrúðu

Stöðvunarmerkisbúnaður.

Stöðvunarmerkisbúnaður í afturrúðu.

Mynd af vararafgeymi í farangursrými

Vararafgeymir.

Innbyggður vararafgeymir til að tryggja varaafl.

Mynd af logandi LED-ljósi í farangursrými

LED-ljós í farangursrými.

LED-ljós í farangursrými til að tryggja hámarkslýsingu í farangursrými; kveikt þegar afturhleri opnast og með sérstökum rofa.

Mynd af öðru LED-ljósi í loftklæðningu í farangursrými

Annað LED-ljós í farangursrými.

Annað LED-ljós í loftklæðningu í farangursrými.

BMW Touring, afturhleri að farangursrými með skilrúmi í opinni stöðu

Skilrúm í farangursrými.

Öryggisskilrúm í farangursrými.

Mynd af innbyggðri stjórneiningarfestingu

Innbyggð stjórneiningarfesting.

Innbyggð stjórneiningarfesting fyrir merkjakerfi og útvarp.

Mynd af Tetra-loftneti, Procom 640 mm BMW F48

Tetra-loftnet.

Tetra-loftnet, Procom 640mm BMW F48.

Mynd af 12 V innstungu í farangursrými

12 V innstunga.

2 x 12 V innstungur í farangursrými; uppfylla DIN 4165.

Mynd af 230 volta innstungu í farangursrými

230 volta innstunga.

230 volta innstunga í farangursrými.

BÆKLINGUR.

Bæklingur

Kynntu þér frekari upplýsingar um nýjungar, tækni og „góð gen“ BMW-ökutækja fyrir viðbragðsaðila og sæktu bæklinginn.

Framboð búnaðar og eiginleika ræðst af vél eða aukabúnaði. Framboð getur verið breytilegt á milli markaða. Ítarlegar upplýsingar um skilmála, staðalbúnað og aukabúnað er að finna hjá samstarfsaðila BMW.

Lesa meira