Sindrandi kopargrásanseraður BMW X7 G07 LCI á ferð, eilítið skásett sjónarhorn á framhluta
Meðaleyðsla í blönduðum akstri10.5–9.2 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðBensínDísil

X7

BMW X7.

Meðaleyðsla í blönduðum akstri10.5–9.2 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðBensínDísil

Ósvikið afl, einstök þægindi og svipmikil hönnun nýja BMW X7 xDrive40i hrífur frá fyrsta augnabliki:
 

  • Hönnun framhlutans, sem leggur áherslu á BMW-tákn og upplýsta tvískipta BMW-grillið, gefur bílnum kraftmikið yfirbragð.
  • Kraftmikla BMW TwinPower Turbo sex strokka bensínvélin skilar 280 kW (381 hö.) og staðlaða tveggja öxla loftfjöðrunin tryggir einstök þægindi í hverri ferð.
  • Sjálfvirka stýrið eykur snerpu og þægindi í akstri á miklum hraða.


BMW X7 xDrive40i[1]:

Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 10,7–9,6

Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 240–217

Gildi ökutækja sem merkt eru með[1] eru bráðabirgðagildi.

Lesa meira

KYNNTU ÞÉR HÖNNUN YTRA BYRÐIS Á BMW X7 Í MYNDSKEIÐINU.

Myndskeið af kyrrstæðum sindrandi kopargrásanseruðum BMW X7 G07 LCI, eilítið skásett sjónarhorn á hlið

ÖNNUR HELSTU ATRIÐI HÖNNUNAR YTRA BYRÐIS Á BMW X7.

Kyrrstæður sindrandi kopargrásanseraður BMW X7 G07 LCI, að framan

Hönnun framhluta.

Hönnun framhluta BMW X7, sem leggur áherslu á BMW-tákn, gefur bílnum áræðið og sportlegt útlit. Upplýsta tvískipta BMW-grillið gefur framhlutanum sérlega framsækið yfirbragð. Tvöföldu raufarnar í grillinu og sérhannaðir krómlistar setja mark sitt á bílinn.

Kyrrstæður sindrandi kopargrásanseraður BMW X7 G07 LCI, frá hlið

Frá hlið.

Samspil rennilegrar yfirbyggingar BMW X7 og nýja sindrandi kopargrásanseraða lakksins gefur bílnum kraftmikið og fágað yfirbragð. Léttar 23" BMW Individual-álfelgur undirstrika þessa kraftmiklu ímynd. Frá þessu sjónarhorni á ytra byrðið sést strax hversu rúmgóður hann er.

Kyrrstæður sindrandi kopargrásanseraður BMW X7 G07 LCI, að aftan

Hönnun afturhluta.

Þrívíð hönnun afturljósanna á BMW X7 gefa bílnum nútímalegt yfirbragð. Fíngerður krómlisti í gleri tengir afturljósin og gefur þeim ákveðinn gæðablæ. Þetta ásamt breidd bílsins skapar kraftmikla og fágaða ásýnd.

KYNNTU ÞÉR AUKIÐ RÝMI Í BMW X7.

Rúmgott 750 lítra geymslupláss og rými fyrir fimm farþega gera þér kleift að bregðast við öllum aðstæðum.[1]

Önnur sætaröð í BMW X7 G07 LCI séð úr innanrými frá hlið

KYNNTU ÞÉR HÖNNUN INNANRÝMIS Í BMW X7 Í MYNDSKEIÐINU.

Vegna reglulegra hugbúnaðaruppfærslna getur útlit skjás verið frábrugðið raunverulegri skjáhönnun í bílnum þínum.

Ökumannsrými BMW X7 G07 LCI séð að utan ökumannsmegin

ÖNNUR HELSTU ATRIÐI HÖNNUNAR INNANRÝMIS Í BMW X7.

Ökumannsrými BMW X7 G07 LCI með sveigðum skjá BMW, séð úr farþegasæti

Fegurð og tæknilausnir í ökumannsrýminu.

Nýjustu tæknilausnunum er komið fyrir á fágaðan og stafrænan hátt í ökumannsrýminu. Sveigður skjár BMW gefur mælaborðinu rennilegt yfirbragð.[1] Strendingslaga ljósaborðinn undir skrautlistunum, sem líkist kristöllum, er bæði hagnýtur og gleður augað.

Þriðja sætaröð í innanrými BMW X7 G07 LCI, séð frá hlið

Rúmgott og þægilegt afturrými.

Mjög rúmt er um farþega í afturrými bílsins sem njóta einstakra þæginda í tvílitu BMW Individual Merino-áklæði í beinhvítu og Atlas-gráu. Innbyggðar festingar í sætum auðvelda notkun allra snjalltækja í bílnum.

Nærmynd af CraftedClarity-gleráferð á mælaborði BMW X7 G07 LCI

CraftedClarity-gleráferð.

Í innanrými BMW X7 eru aðeins notuð vönduð efni. Sérhönnuð áhersluatriði á borð við CraftedClarity-gleráferð á gírstönginni, iDrive-hnappur og aflrofi undirstrika þessi áhrif.

BMW-AUKAHLUTIR Í BMW X7.

Með BMW-aukahlutunum getur þú lagað BMW-bílinn að þínum smekk. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW X7 hvað varðar gæði, hönnun og afköst.
Nærmynd af 21 tommu hrafnsvartri og léttri BMW 752-álfelgu með Y-laga örmum fyrir BMW X7 G07 LCI

21 tommu hrafnsvartar og léttar BMW 752-álfelgur með Y-laga örmum, vetrarhjólbarðar með RDCi.

Vandaðar hrafnsvartar og léttar 21" BMW 752-álfelgur með Y-laga örmum. Styrktir 9.5J x 21 vetrarhjólbarðar með eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum. Ekki með snjókeðjum.

 

 

Nærmynd af svörtu/títaníumsilfruðu 520 BMW-farangursboxi fyrir BMW X7 G07 LCI

Svart/títaníumsilfrað 520 BMW-farangursbox.

Svart/títaníumsilfrað 520 lítra farangursbox með lás sem hægt er að opna báðum megin, samhæft við allar toppgrindur frá BMW.

Nærmynd af BMW-herðatréi fyrir ferða- og hægindakerfi í BMW X7 G07 LCI

BMW-herðatré fyrir ferða- og hægindakerfið.

Hægt er að smella herðatrénu í grunnfestinguna eða ferða- og hægindakerfið, sem býðst sem aukabúnaður, auk þess sem hægt er að nota það utan bílsins.

KYNNTU ÞÉR NÝJAR TÆKNILAUSNIR BMW X7 Í MYNDSKEIÐINU.

Vegna reglulegra hugbúnaðaruppfærslna getur útlit skjás verið frábrugðið raunverulegri skjáhönnun í bílnum þínum.

Ökumannsrými BMW X7 G07 LCI með sveigðum skjá BMW, séð úr farþegasæti

HELSTU NÝJAR TÆKNILAUSNIR BMW X7.

Nærmynd af stjórnskjá fyrir tengingu við snjallsíma í BMW X7 G07 LCI

Tenging við snjallsíma.

Bíllinn styður Apple CarPlay og Android Auto með samþættingu snjallsíma. Þannig getur þú opnað forritin þín í bílnum.[1]

Nærmynd af sveigðum skjá BMW-stýrikerfis 8 í BMW X7 G07 LCI

BMW-stýrikerfi 8.

Með BMW iDrive og BMW-stýrikerfi 8 er einfaldara og þægilegra að aka BMW X7. Einfaldar raddskipanir og aðgengilegir stjórnhnappar  aðstoða þig við að njóta akstursánægjunnar.[1]

HELSTU ÞÆGINDI BMW X7.

6 sæti í innanrými BMW X7 G07 LCI, séð að framan

6 sæti.

6-sæta hönnun[2] bílsins veitir farþegum í annarri sætaröðinni aukin þægindi og um leið auðveldar aðgang að þriðju sætaröðinni.

Stjórnborð fimm svæða sjálfvirkrar loftkælingar á þaki BMW X7 G07 LCI

Fimm svæða sjálfvirk loftkæling.

Fimm svæða sjálfvirk loftkæling býður upp á að hægt sé að stilla rétta hitastigið fyrir hverja af þremur sætaröðunum fyrir sig.

Hátalari í framhurð BMW X7 G07 LCI fyrir Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi

Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi.

Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi með þrívíðum hljómi býður upp á 1475 W af framúrskarandi hljóm í hljóðversgæðum í öllum sætum bílsins.

KYNNTU ÞÉR AKSTURSEIGINLEIKA BMW X7 Í MYNDSKEIÐINU.

Vegna reglulegra hugbúnaðaruppfærslna getur útlit skjás verið frábrugðið raunverulegri skjáhönnun í bílnum þínum.

Myndskeið af sindrandi kopargrásanseruðum BMW X7 G07 LCI, skásett sjónarhorn á framhluta

DRIF OG FJÖÐRUN.

Sindrandi kopargrásanseraður BMW X7 G07 LCI á ferð, frá hlið
  • BMW TwinPower Turbo sex strokka bensínvélin fer úr 0 í 100 km/klst.á 5,8 sekúndum[1] og sameinar öflugt viðbragð og ríflegt afl. 
  • Veltistilling Executive Drive Pro dregur úr hreyfingu bílsins í beygjum og á beinum köflum.
  • Sjálfvirka stýrið eykur snerpu og þægindi í akstri á miklum hraða.

AKSTURSAÐSTOÐ Í BMW X7.

Nærmynd af stjórnskjá fyrir Professional-akstursaðstoð í BMW X7 G07 LCI

Professional-akstursaðstoð.

Professional-akstursaðstoð heldur sjálfkrafa réttri akrein, hraða og fjarlægð og dregur úr hættu á árekstri við ýmsar aðstæður.[1]

Nærmynd af stjórnskjá fyrir bílastæðaaðstoð í BMW X7 G07 LCI

Bílastæðaaðstoð.

Bílastæðaaðstoðin leggur bílnum í bílastæði, bæði þversum og langsum, og bakkar út úr bílastæðum sem liggja langsum.

Uppsetning BMW-sjónlínuskjás á framrúðu BMW X7 G07 LCI

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit birtir viðeigandi akstursupplýsingar í beinni sjónlínu. Upplýsingar á borð við hraða og akstursleiðsögn birtast á þægilegan hátt, án þess að valda truflunum, sem gerir þér kleift að einbeita þér alveg að veginum í BMW X7.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM BMW X7.

BMW X7 xDrive40i og aðrar vélar.

Vélarafl í kW (hö.):

280 (381)/5200-6250*

Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

5,8*

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri í l/100 km:

10,7-9,6*

Koltvísýringslosun í blönduðum akstri í g/km:

*Bráðabirgðagildi.

240-217*

Málsettar teikningar fyrir BMW X7 G07 LCI, horft ofan á fram- og afturhluta

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.


BMW X7 xDrive40i:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 10,7–9,6
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 240–217

Gildi ökutækja sem merkt eru með [1] eru bráðabirgðagildi.

Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.

Frekari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, en hana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum og á www.bmw.de/wltp

Lesa meira

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

  • Disclaimer reference invalid

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.


  • BMW X7 xDrive40i*:
    Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 10,6–9,6
    Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 240–217

    Gildi ökutækja sem merkt eru með * eru bráðabirgðagildi.

    Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

    Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.

    Frekari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, en hana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum og á www.bmw.de/wltp