BMW X3 G01 – Sophisto-grár – skásett sjónarhorn á framhluta fyrir framan flugskýli – 2021
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstriFrá 3,2 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

X3

Besta úr báðum heimum

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstriFrá 3,2 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
X3Besta úr báðum heimum

BMW X3 xDrive30e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,6–2,0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 59–45

Lesa meira

YTRA BYRÐI BMW X3.

BMW X3 G01 – ytra byrði – 2021

FRAMHLUTI BMW X3 MEÐ NÝJU TVÍSKIPTU GRILLI.

BMW X3 G01 – Sophisto-grár – nærmynd af framhluta – 2021

Mikil áhersla á breidd og X-laga form í hönnun framhluta BMW X3 gefur bílnum afgerandi svip. Tvískipt BMW-grillið er dregið sérlega skörpum línum og ný hönnun framstuðarans með lóðréttum loftinntökum undirstrikar enn frekar kraftmikla stöðu bílsins. LED-aðalljós BMW X3 liggja 10 mm neðar en áður og þannig næst að kalla fram nútímalega og skarpa ásýnd bílsins.

AFTURHLUTI BMW X3 MEÐ LED-AFTURLJÓSUM.

BMW X3 G01 – Sophisto-grár – nærmynd af afturhluta – 2021
Endurhannaður afturhlutinn á BMW X3 er bæði afgerandi og nútímalegur. LED-aðalljós í nýrri þrívíðri hönnun ýta enn frekar undir þetta. Breið, innfelld púströrin flútta við láréttar línur efri hlutans og undirstrika að þetta er nútímalegur bíll. Undirvagnsvörnin hefur einnig verið endurhönnuð og saman skilar þetta sér í stílhreinum og sterkbyggðum neðri hluta BMW X3.

HELSTU HÖNNUNARATRIÐI Í INNANRÝMI BMW X3.

BMW X3 G01 – helstu hönnunaratriði – bólstrun – Sensatec Cognac – 2021
BMW X3 G01 – BMW Live Professional-ökumannsrými – 2021

BMW stafrænt mælaborð og margmiðlunarskjár

Það mikilvægasta í aðalhlutverki: BMW Live Cockpit Professional með stórum bogadregnum skjá, sjónlínuskjá og Augmented View fyrir leiðsögn og akstursaðstoð.

BMW X3 G01 – sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti – 2021

Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti.

Stillanleg sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru með fjölmarga stillingarmöguleika. Þökk sé stærri sætis- og bakstoðum og vel hönnuðum hliðarbökkum veita þau þægilega akstursstöðu og góðan hliðarstuðning.

BMW X3 G01 – galvaníseraðir listar á stjórnhnöppum – 2021

Galvaníseraðir listar á stjórnhnöppum.

Með sérhönnuðum og galvaníseruðum listum (aukabúnaður) á stjórnhnöppum fyrir rafdrifnar rúður, fjölnota hnöppum á stýri, hurðarstjórnbúnaði og hurðalæsingarrofum einkennist yfirbragðið af enn meiri gæðum.

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X3.

Byggingarlag BMW X3 er hugvitsamlegt og létt, auk þess sem bíllinn státar af einstakri stýringu á loftunaropum Active Air-grillsins – ef lítil þörf er á köldu loftstreymi helst annað loftunaropið sjálfkrafa áfram lokað til að draga enn betur úr loftmótstöðu.
Lesa meira
BMW X3 G01 – aksturseiginleikar – skásett sjónarhorn á framhluta – Sophisto-grár – 2021

AFLRÁSAR- OG UNDIRVAGNSHLUTAR Í BMW X3.

BMW X3 G01 – fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél – 2021

TwinPower Turbo-vélar.

Bæði bensín- og dísilgerðir 2,0 lítra og fjögurra strokka TwinPower Turbo-vélarinnar skila hámarks akstursánægju. Þökk sé frábæru afli og tafarlausu viðbragði, líka á hægum snúningi.
BMW X3 G01 BMW xDrive – 2021

BMW xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjólanna til að tryggja aukna spyrnu, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður.
BMW X3 G01 – stillanleg sportstýring – 2021

Stillanleg sportstýring.

Stillanleg sportstýring með Servotronic býður upp á beina, lipra og nákvæma stýringu og krefst minni líkamlegrar áreynslu við að snúa stýrinu. Þetta bætir aksturseiginleikana við kraftmeiri akstur og dregur úr því álagi sem beita þarf við stýringu þegar bílnum er lagt og í beygjum.
BMW X3 G01 – Steptronic-sportskipting – 2021

Steptronic-sportskipting.

Átta þrepa Steptronic-sportskipting býður upp á ótrúlega sportlegar gírskiptingar. Hvort sem þú ekur sjálfskiptum eða beinskiptum bíl, og notar gírstöngina eða gírskiptirofana, geturðu látið bílinn líða þægilega áfram eða ekið með ótrúlegum krafti.

*BMW Digital Key er aðeins samhæfur ákveðnum snjallsímum. Listi yfir samhæfa snjallsíma er fáanlegur á bmw.com/digitalkey. Notkun BMW Digital Key krefst Teleservices búnaðarins.


BMW X3 xDrive30e-TENGILTVINNBÍLL MEÐ BMW eDRIVE-STILLINGUM.

Í BMW X3 xDrive30e upplifirðu sjálfbæran samgöngumáta með sparneytna aksturseiginleika. Kynntu þér margþættan ávinninginn af þessum snjalla hybrid-bíl frá BMW og fáðu nánari upplýsingar um hugmyndafræði aflrásarinnar, aksturseiginleikana og BMW Charging.

 

BMW X3 xDrive30e G01-tengiltvinnbíll – Sophisto-grár – skásett sjónarhorn á framhluta – 2021
BMW X3 xDrive30e G01 með tengiltvinntækni – Sophisto-grár – skásett sjónarhorn á framhluta – 2021

Tengiltvinntæknin í BMW X3 xDrive30e.

BMW X3 xDrive30e-tengiltvinnbíllinn sameinar BMW eDrive-rafmótortæknina og öflugan brunahreyfil frá BMW. BMW xDrive-aldrifskerfið er einstakt á meðal tengiltvinnbíla í flokki sambærilegra bíla og tryggir enn frekar framúrskarandi aksturseiginleika og spyrnu.
Kynntu þér rafdrifinn akstur á BMW
BMW X3 xDrive30e G01-tengiltvinnbíll – akstursstillingar – 2021

Akstursstillingar í BMW X3 xDrive30e.

Engu skiptir hvort þú velur HYBRID/HYBRID ECO PRO, ELECTRIC eða SPORT/XTRA BOOST: Ávallt nýturðu ávinnings af snjöllum akstursstillingum sem tryggja fullkomið samspil á milli brunahreyfils og rafmótors – við allar aðstæður.
Kynntu þér rafdrifinn akstur á BMW
BMW X3 xDrive30e G01-tengiltvinnbíll – hleðsla – 2021

Hleðsla á BMW X3 xDrive30e.

Hleðslutími (0–100%) BMW X3 xDrive30e er u.þ.b 3,7 klst. við 3,7 kWh hleðslugetu (BMW-heimahleðslustöð, sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður, hleðslustöðvar) og u.þ.b 5,9 klst. við 2,3 kWh hleðslugetu (heimilisinnstunga). Snúra fyrir hleðslu á hleðslustöð er innifalin í BMW X3 xDrive30e-áskriftinni.
Kynntu þér rafdrifinn akstur á BMW

BMW-AUKAHLUTIR FYRIR BMW X3.

Akstursánægja þín er tryggð á BMW X3. Aukahlutir frá BMW uppfylla þínar óskir. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval aukahluta og -búnaðar sem smellpassa á BMW X3, hvort sem litið er til gæða, hönnunar eða afkastagetu, og höfða sérstaklega til þín, hver sem smekkur þinn er.
BMW X3 G01 – léttar 20" BMW 695-álfelgur – Y-laga armar – hrafnsvartar og mattar – 2021

Hrafnsvartar, mattar og léttar 20" BMW 695-álfelgur, fullbúið sumarhjólbarðasett.

Hrafnsvartar, mattar og léttar 20" BMW 695-álfelgur með Y-laga örmum. Fullbúið sumarhjólbarðasett með þrýstingsmæli og styrktum hjólbörðum.
BMW X3 G01 2021 – BMW WaterBlade.

BMW WaterBlade.

BMW WaterBlade er framrúðuþurrka með snjallri þurrkutækni sem skilar umtalsvert meiri og betri afköstum.
BMW X3 G01 2021 – Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta.

BMW Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta.

Létt og stöðug BMW Pro 2.0 hjólafesting að aftan fyrir tvö hjól/rafhjól. Hámarksburður er 60 kg, hægt að brjóta saman.
BMW X3 G01 2021 – slitsterkar BMW-gólfmottur í fremra rými.

Slitsterkar BMW-gólfmottur í fremra rými.

Slitsterkar BMW-gólfmotturnar smellpassa á sinn stað og verja fótrýmið í fremra rýminu fyrir raka og óhreinindum. Í svörtu með X3-áletrun úr ryðfríu stáli.
BMW X3 G01 2021 – BMW Advanced Car Eye 2-myndavél.

BMW Advanced Car Eye 2-myndavél.

Þegar upp kemur ójafnvægi eða truflanir greinir þessi ofurnæma HD-myndavél aðstæður fyrir framan og aftan bílinn sjálfkrafa.
BMW X3 G01 – BMW-heimahleðslustöð – 2021

BMW-heimahleðslustöð.

Þín eigin áfyllingarstöð. Með BMW-heimahleðslustöðinni geturðu hlaðið BMW-bílinn hratt og örugglega á einfaldan máta með allt að 22 kW.

BMW M PERFORMANCE-BÚNAÐUR FYRIR BMW X3.

Stórglæsileg hönnunin tryggir að BMW X3 sker sig úr á vegum úti: Með vönduðum aukabúnaði úr BMW M Performance-línunni geturðu undirstrikað sportlegt yfirbragð þessa einstaka sportjeppa enn frekar.
BMW X3 G01 – tvískipt M Performance-grill úr koltrefjum – 2021

Tvískipt M Performance-grill úr koltrefjum.

Flaggaðu þínum stíl: Umgjörðin á tvískipta M Performance-grillinu er úr vönduðum koltrefjum. Hún gefur bílnum sérlega fágað, sportlegt og einstakt útlit.
BMW X3 G01 – gljásvört M Performance-þakvindskeið – 2021

Gljásvört M Performance-þakvindskeið.

Hrífandi hönnun. M Performance-þakvindskeiðin er með gljásvartri PUR-húð sem gefur afturhluta bílsins fágað en um leið sportlegt yfirbragð.
BMW X3 G01 – 21" þrykktar 701 M Performance-felgur – tvílitir Y-armar – 2021

Gljáandi, hrafnsvartar, mattar og þrykktar 21" 701 M Performance-felgur með tvílitum Y-örmum.

Gljáandi, hrafnsvartar, mattar og þrykktar 21" 701 M Performance-felgur með tvílitum Y-örmum. Fullbúið sumarhjólbarðasett með þrýstingsmæli og styrktum hjólbörðum.
BMW X3 G01 – M Performance-stýri – 2021

M Performance-stýri.

Sláandi falleg lögunin og sérstæður Alcantara-gripflöturinn á M Performance-stýrinu gera ökumannsrýmið að sannkölluðu mótorsportrými.
BMW X3 G01 – M Performance-gólfmotta – 2021

M Performance-gólfmotta.

Fyrsta flokks útlit, framúrskarandi grip: M Performance-gólfmotturnar gefa fótrýminu einstakt útlit og allur bíllinn fær kröftugra yfirbragð.
BMW X3 G01 – M Performance-loftnetshlíf úr aramíðtrefjum – 2021

M Performance-loftnetshlíf úr aramíðtrefjum.

M Performance-loftnetshlíf úr aramíðtrefjum er allt í senn sjónrænn fegurðarauki og hagnýtur búnaður.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR BMW X3.

Vélarafl samtals í kW (hö)  :

215 (292)

Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

6,1

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri í l/100 km:

2,6-2,0

Koltvísýringslosun í blönduðum akstri í g/km:

59-45

BMW X3 G01 – teikning með tæknilegum upplýsingum – 2021

ÞJÓNUSTA OG AÐSTOÐ FYRIR BMW X3.

Starfsmaður BMW-þjónustu aðstoðar viðskiptavin

MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með fyrirspurnir, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð í BMW X3. Þrautþjálfað starfsfólk BMW mun með glöðu geði veita þér persónulega ráðgjöf í gegnum síma eða á staðnum.

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í BMW X3.

  • BMW X3 xDrive30e:
    Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,6–2,0
    Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 59–45

     

    Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægni taka WLTP-tölur allan aukabúnað (sem til er á þýska markaðnum) inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tölur samkvæmt WLTP-prófunum. Að auki er NEDC-gildum eytt úr samræmisvottorðum frá og með 1. janúar 2023 með reglugerð EB 2022/195.

     

    Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

     

    Frekari upplýsingar um eldsneytiseyðslu og opinbera tegundarsértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Guideline for fuel consumption, CO2 emissions and electric power consumption for new passenger cars“, sem fást ókeypis á öllum sölustöðum, Deutsche Automobil Treuhand GmbH (DAT), Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi, og undir https://www.dat.de/co2/.