Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
ÞJÓNUSTUTILBOÐ FYRIR BMW-GERÐIR SEM ERU 5 ÁRA EÐA ELDRI.
#HVAÐSEMGENGURÁ. VALUE-ÞJÓNUSTA BMW.
Er BMW-bíllinn þinn 5 ára eða eldri? Ef svo er býður Value-þjónusta BMW þér upp á fullkomna lausn til að varðveita öryggi og verðmæti BMW-bílsins þíns. Hvort sem um er að ræða skoðun eða viðhaldsvinnu vegna slits veitir Value-þjónusta BMW þér þjónustuna sem þú færð með XX% afslætti. Nýttu þér hagstæðar aðstæður og upplifðu þá ánægjulegu tilfinningu að vita að BMW-bíllinn þinn sé í bestu mögulegu höndum. #hvaðsemgengurá
HVAÐ ER VALUE-ÞJÓNUSTA BMW?
Value-þjónusta BMW er sérstakt tilboð fyrir BMW-gerðir sem eru 5 ára eða eldri. Hvort sem þú þarft olíuskipti, hemlaþjónustu eða skoðun inniheldur hagstæða verðið okkar vinnutíma auk allra nauðsynlegra BMW-varahluta.
VALUE-ÞJÓNUSTA BMW Í STUTTU MÁLI.
Við erum tilvalinn samstarfsaðili til að aðstoða þig og tryggja að þú getir haldið áfram að njóta þess að aka BMW-bílnum þínum um langa framtíð. Með Value-þjónustu BMW bjóðum við þér þjónustu sem er jafnvönduð og hún er hagkvæm, þökk sé þekkingu sérfræðinga BMW og notkun á upprunalegum BMW-varahlutum.
SKOÐUN Á BÍL.
SLIT.
VALUE-VIÐGERÐIR.
Þegar um er að ræða BMW-gerðir sem eru 5 ára eða eldri notum við vandlega endurunna BMW-varahluti sem uppfylla nákvæmlega sömu gæðakröfur og nýir BMW-varahlutir. Með Value-viðgerðarþjónustu okkar tryggjum við að viðgerðir séu sjálfbærar og á góðu verði.
Skoðun á bíl í smáatriðum
Það er stöðluð verkregla hjá okkur að athuga vökvamagn, svo sem smurolíu, hemlavökva og rúðuvökva. Athuganir á yfirbyggingu, hjólbörðum, hemlakerfi og ljósum bílsins eru einnig innifaldar.*
* Framboð á þjónustu getur verið mismunandi eftir línum, gerðum, vélartegundum og viðhaldsáætlununum. Allar þjónusturáðstafanir eru í boði einar og sér eða í pökkum.Slit í smáatriðum
Eftirfarandi er innifalið:
- Viðhald og skipti á örsíu
- Viðhald og skipti á loftsíu
- Olíuskipti
- Hemlaþjónusta
- Viðhald og skipti á eldsneytissíu
- Viðhald og skipti á kertum
- Skipt um þurrkublöð að framan og aftan
* Þjónusturáðstafanir eru í boði einar og sér eða í pökkum.- Viðhald og skipti á örsíu
Value-viðgerð í smáatriðum
Við bjóðum upp á endurunna BMW-varahluti fyrir eftirtalda íhluti:
- Vélar
- Sjálfskiptingar
- Stýrisvélar
- Forþjöppur
- Beinskiptingar
- Startarar
- Rafalar
Þjónusturáðstafanirnar eru í boði einar og sér eða í pökkum.
Athuga núna
Model series Model 1-línan
E81 / E82 / E87 / E88 / F20 / F21
2-línan
F22 / F23 / F45 / F46
3-línan
E90 / E91 / E92 / E93 / F30 / F31 / F34
4-línan
F32 / F33 / F36
5-línan
E60 / E61 / F10 / F11 / F07
6-línan
E63 / E64 / F12 / F13 / F06
7-línan
E65 / E66 / F01 / F02 / F03 / F04 / G11 / G12
X
E70 / E71 / E72 / E84 / F15 / F16 / F25 / F26 / F48
Z
E89
M
F80 / F82 / F83 / F85 / F86 / F87
i
I01 / I12
VALUE-ÞJÓNUSTA BMW: MIKILVÆGUSTU SPURNINGARNAR OG SVÖRIN.
Hvað er Value-þjónusta BMW?
Value-þjónusta BMW er afsláttartilboð á ýmsum þjónustuúrræðum fyrir bíla sem eru 5 ára eða eldri. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi þjónustuleiðir. „Slit“ tekur til athugunar og skipta á slithlutum, svo sem örsíum eða kertum, með upprunalegum BMW-varahlutum. „Skoðun á bílnum“ felur í sér ítarlega skoðun á bílnum með hátæknigreiningarverkfærum og „Value-viðgerðir“ eru nauðsynlegar viðgerðir með endurunnum upprunalegum BMW-varahlutum til að tryggja að BMW-bíllinn þinn komist aftur í fullkomið ásigkomulag.
Hvaða þjónusta stendur til boða fyrir notaða bíla fyrir utan Value-þjónustu BMW?
Er Value-þjónusta BMW ekki það sem þú ert að leita að eða er BMW-samstarfsaðilinn þinn ekki þátttakandi og býður ekki upp á Value-þjónustu BMW? Þá er Inclusive-þjónusta BMW besti kosturinn sem þér býðst. Veldu gildistíma og/eða kílómetrafjölda og þú færð aðgang að allri þjónustu í pakkanum á föstu verði. Þetta er mun ódýrara en að borga sérstaklega fyrir hverja þjónustu.
Af hverju er mikilvægt að nota upprunalega BMW-varahluti í þjónustupökkum Value-þjónustu BMW frekar en almenna varahluti?
Það er tveggja ára ábyrgð á öllum upprunalegum BMW-varahlutum, þar á meðal vinnukostnaði. Gæðakröfur og framleiðsluþol upprunalegra BMW-varahluta eru almennt meiri en fyrir almenna varahluti, jafnvel varahluti frá sama birgi. Auk þess eru allar BMW-viðhaldsáætlanir byggðar á endingu upprunalegra BMW-varahluta.
Dæmi:- Loftsíur: margar almennar loftsíur eru hannaðar til að endast í eitt ár en BMW-loftsíur eiga að endast í tvö ár. BMW-viðhaldsáætlanir byggðar á endingu upprunalegra BMW-loftsía.
- Framrúðuþurrkur: Sveigjan á upprunalegum BMW-þurrkum passar fullkomlega við framrúðuna á viðkomandi gerð. Almennar rúðuþurrkur passa ekki fullkomlega því að þær eru hannaðar fyrir nokkur mismunandi vörumerki og gerðir (fjöldi samhæfra gerða er gefinn upp á kassanum með almennum rúðuþurrkum).
- Hemlar: BMW-hágæðahemlaklossarnir passa fullkomlega við BMW-bílinn vegna sérstakrar samsetningar þeirra. Þetta tryggir góða hemlun og hámarksöryggi.